Verðlaunahöfundurinn Hilary Mantel látinn

Hilary Mantel er látin 70 ára að aldri.
Hilary Mantel er látin 70 ára að aldri. AFP

Verðlauna­höf­und­ur­inn Hilary Man­tel er lát­inn 70 ára að aldri. Man­tel var fyrst breskra rit­höf­unda til að vinna Booker-verðlaun­in tvisvar sinn­um. Útgef­andi henn­ar greindi frá and­láti henn­ar í dag. 

„Það hrygg­ir okk­ur að greina frá því að okk­ar ástkæri rit­höf­und­ur, Hilary Man­tel, er lát­in. Hug­ur okk­ar er hjá vin­um henn­ar og fjöl­skyldu og sér­stak­lega eig­in­manni henn­ar, Ger­ald,“ sagði í til­kynn­ing­unni. 

Man­tel vann Booker-verðlaun­in fyr­ir Wolf Hall-þríleik­inn og Bring Up the Bodies. 

Wolf Hall-þríleik­ur­inn hef­ur selst í yfir fimm millj­ón­um ein­taka um all­an heim og hef­ur verið þýdd á 41 tungu­mál. 

Man­tel glímdi við krón­ísk veik­indi öll sín full­orðins ár en hún glímdi meðal ann­ars við en­dómetríósu sem olli því að hún gat ekki orðið barns­haf­andi. 

Alls liggja eft­ir hana 17 bæk­ur. Á meðal bók­anna, fyr­ir utan verðlauna bæk­ur henn­ar, eru Every Day is Mot­her's Day, Vacant Possessi­on, Beyond Black og sjálfsævi­saga henn­ar Gi­ving up the Ghost.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú veist ekki hversu rosalega ákafur þú getur verið án þess að reyna það. Semdu hreyfingarnar við dansverk lífs þíns jafnóðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú veist ekki hversu rosalega ákafur þú getur verið án þess að reyna það. Semdu hreyfingarnar við dansverk lífs þíns jafnóðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son