Leikkonan Louise Fletcher látin

Hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Flew …
Hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Flew over the Cuckoo‘s nest. AFP

Leikkonan Louise Fletcher er látin, 88 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Flew over the Cuckoo‘s nest, þar sem hún lék hjúkrunarfræðinginn Ratched. Hlaut hún Óskarsverðlaun fyrir.

Fletcher lést á heimili sínu í Frakklandi, að því er fram kemur í frétt BBC.

Hún starfaði sem leikkona í yfir sextíu ár, en ferill hennar hófst á sjötta áratugnum.  Þá fór hún með fast hlutverk í sjónvarpsþáttunum Star Trek, og var tilnefnd til Emmy verðlauna fyrir aukahlutverk í Picket Fences og Joan of Arcadia.

Bandaríska leikkonan Marlee Matlin, sem er jafnframt heyrnalaus, minntist Fletcher á twitter og vakti athygli á því að Fletcher hafi verið fyrst til þess að túlka eigin þakkarræðu á Óskarsverðlaunaafhendingu, með táknmáli.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Tove Alsterdal
5
Kolbrún Valbergsdóttir