Á meðan laufin sofa

Hallur Már hefur sýslað við tónlist um áratugabil.
Hallur Már hefur sýslað við tónlist um áratugabil. Ljósmynd/Morgunblaðið

Hall­ur Már sendi frá sér stutt­skíf­una Gull­öld­in árið 2018 en snar­ar nú út breiðskífu sem kall­ast sýn­ir/​at­hug­an­ir. And­rúm og stemn­ing er út­gangspunkt­ur­inn, eig­in­leik­ar sem eru dregn­ir fram á einkar sann­fær­andi hátt.

„Í lang­an tíma hef ég unnið að því að skapa tónlist sem mér finnst að ég geti kallað mína eig­in,“ seg­ir Hall­ur Már í frétta­til­kynn­ingu vegna plöt­unn­ar. „Prufað, mótað, breytt, hent. Smám sam­an tóku að mynd­ast þræðir og mynstur sem mynda nú þess­ar hljóðmynd­ir.“

Nýj­asti ávöxt­ur vinn­unn­ar er þessi plata sem út kom í sept­em­ber­byrj­un og færði okk­ur mögu­lega haustið en rökk­ur­brag­ur er yfir henni á köfl­um (fyrsta lagið heit­ir „Theme For This Dark Place“). Og þó. Verkið er marglaga og ekki er sýnt á öll spil í fyrsta rennsli. Og Hall­ur sjálf­ur til­tek­ur bras­il­ískt bossanova sem áhrifa­vald, m.a. í stuttu spjalli við pist­il­rit­ara!

Sókn­in eft­ir stemn­ingu sem ég nefndi í upp­hafi, hana nær Hall­ur að knýja vel fram í gegn­um lög­in öll, sem eru sjö að tölu. „Sú tónlist sem hef­ur haft mest áhrif á mig í gegn­um tíðina bygg­ist ekki endi­lega á mel­ódíu eða laga­smíði held­ur miklu frek­ar vissri stemn­ingu, and­rúms­lofti sem leik­ur um tón­list­ina þó að það sé mögu­lega erfitt að festa fing­ur á það,“ seg­ir Hall­ur.

Umslag plötunar sýnir/athuganir
Um­slag plöt­un­ar sýn­ir/​at­hug­an­ir

Plat­an er í ná­kvæm­lega þess­um fasa, líður áfram í „ambient“-gír og kvik­mynda­tón­list­ar­blær hang­ir sömu­leiðis yfir. Eno, Radi­ohead, þetta kom upp í hug­ann og einnig Warp-merkið góða, þá einkum Bo­ards of Can­ada en Hall­ur tek­ur hof­mann­lega ofan fyr­ir því meist­arat­víeyki í lag­inu „Leti­klukk­ur“. Á sama tíma er Hall­ur að tálga til per­sónu­leg­an stíl sem blæðir meir og meir í gegn, ef ég ber sam­an þessi tvö verk sem út hafa komið frá hon­um. Sjá t.d. „Maí­lægð“ sem er nán­ast u-beygja frá þeim lög­um sem á und­an komu. Hrár gít­ar­leik­ur stýr­ir því, nett­ir Tortoise-straum­ar og jafn­vel Talk Talk (há­marks­hrós!).

Lagið er stutt, hálf­gerð stemma, og um miðbikið læðist inn ómur sem hljóm­ar eins og bás­úna í blá­byrj­un en er lík­ast til hljóðgervill. Það er heill­andi „æ ég hendi þessu bara inn“-andi yfir og ástæða fyr­ir því að sögn Halls.

„Hlut­ir geta tapað töfr­um sín­um með of mik­illi vinnslu og út­kom­an verður kannski allt önn­ur en lagt var upp með í byrj­un. Ég nota því oft upp­tök­ur eða hljóð sem ger­ast til­tölu­lega snemma í ferl­inu, kannski bara fyrsta rennslið. Ég vil gjarn­an reyna að halda þessu hráu og með því ein­hverj­um galdri. Það er oft hag­ur í því láta hluti ein­fald­lega „slæda“.“

Aðspurður hvernig hann finni tíma í þetta seg­ist hann vinna þetta á kvöld­in og á nótt­unni og þeim tíma sem hann get­ur stolið um helg­ar en Hall­ur er fjöl­skyldumaður. Tón­list­in er unn­in í heima­hljóðveri og svo „hef ég sett tromm­u­sett í stof­una ef fólk er í út­lönd­um“ seg­ir hann kími­leit­ur en upp­lýs­ir grein­ar­höf­und um leið að börn­in séu kom­in á þægi­leg­an ald­ur upp á svona brölt.

„Ég er líka kom­inn með giska góða sýn á það hvernig ég vil vinna þetta þannig að tím­inn er kannski ekki aðal­atriðið leng­ur,“ bæt­ir hann við. „Verklagið er orðið nokkuð gott.“ Hann beri líka hluti und­ir fé­laga sína í Lea­ves, þar sem hann lék á bassa, en mik­ill kær­leik­ur er með þeim og sam­band gott.

Hall­ur seg­ist alltaf hafa unnið í eig­in tónlist, einnig þegar hann var meðlim­ur í nefndri hljóm­sveit. Hann sé þannig tón­list­armaður að hann verði að gera eig­in tónlist, hann tengi lítt við ábreiðustarf­semi og slíkt og muni seint troða upp á English Pub. Hann kveður með því að segja frá því að mögu­lega verði haldið upp á plöt­una í októ­ber með ein­hvers kon­ar gjörn­ingi/​boði hvar tón­list­in fái að hljóma. Næsta plata sé svo að malla og mar­in­er­ast í ró­leg­heit­um eins og hinar tvær gerðu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Eini möguleikinn til að halda geðheilsunni þessa dagana á heimilinu, er að hlæja. Verið viss um hvað þið viljið, þegar á hólminn er komið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Eini möguleikinn til að halda geðheilsunni þessa dagana á heimilinu, er að hlæja. Verið viss um hvað þið viljið, þegar á hólminn er komið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant