„Hefur verið mjög skýrt frá upphafi“

Fossora kemur út 30. september en tvö lög voru gefin …
Fossora kemur út 30. september en tvö lög voru gefin út fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/Viðar Logi

Björk Guðmunds­dótt­ir seg­ist ung hafa áttað sig á því að hún hefði val um hvort hún vildi búa til tónlist sem yrði mjög vin­sæl eða ekki. 

„Fyr­ir mér hef­ur mín tónlist alltaf verið eins eða þannig séð. Ég átta mig al­veg á því að ég er ekki núm­er eitt í út­varps­spil­un klukk­an sex á föstu­degi en það hef­ur aldrei verið tak­markið og var aldrei tak­markið. Ég sem tónlist sem er aðeins sér­visku­legri.

Þegar ég var að al­ast upp í Reykja­vík voru hér um það bil átta­tíu þúsund manns og það var eins og mód­el af heim­in­um. Ég held að ég hafi áttað mig á því nokkuð ung að ég maður hefði val um hvort ég vildi búa til tónlist sem væri spiluð all­an dag­inn á öll­um út­varps­stöðvum eða semja tónlist sem væri spiluð í ein­um þætti á fimmtu­dags­kvöld­um klukk­an níu. Ég fann að ég er sú týpa en við það eru kost­ir og gall­ar. Mér finnst þó kost­irn­ir vera fleiri ekki síst þegar mann lang­ar að semja tónlist alla ævi.

Auk þess hlusta ég sjálf á tónlist sem flokk­ast und­ir sér­visku eða nör­d­isma og þannig hef­ur það eig­in­lega alltaf verið. Þetta hef­ur alltaf verið mjög skýrt frá upp­hafi og ein­fald­ar um leið marga hluti í sam­starfi við fólk,“ seg­ir Björk sem ætl­ar að senda frá sér sína tí­undu sóló­plötu á næst­unni. Hún ber heitið Foss­ora.

Ítar­legt viðtal við Björk er að finna í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Nýtt ár vekur þér löngun til að betrumbæta heimili þitt. Að hlusta á gáfuleg heilræði leiðir þig á beinu brautina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell