Brókarlaus í opnum kjól

Hjónin Offset og Cardi B.
Hjónin Offset og Cardi B. Skjáskot/Instagram

Tón­list­ar­kon­an Car­di B þurfti ekki að hafa áhyggj­ur af því hvort hrein­ar bræk­ur væru til á heim­il­inu þegar hún smellti sér í svart­an kjól sem var op­inn í bakið á dög­un­um. Hún sleppti ein­fald­lega brók­inni og leyfði húðflúr­inu á bak­inu, mjöðminni og rass­in­um að njóta sín. 

Hin ný­lega sak­fellda tón­list­ar­kona birti nokkr­ar mynd­ir af sér á In­sta­gram í kjóln­um ásamt eig­in­manni sín­um, rapp­ar­an­um og Íslands­vin­in­um Off­set. Und­ir mynd­ina vísaði hún mögu­lega í dóm sem ný­lega féll, þar sem hún viður­kenndi að hafa skipu­lagt og tekið þátt í lík­ams­árás á nekt­arstað. 

Í texta mynd­ar­inn­ar sagðist hún enn slást fyr­ir vin­kon­ur sín­ar og einnig enn slást yfir karl­mönn­um, svo orð henn­ar séu laus­lega þýdd. 

Car­di B var ákærð fyr­ir að hafa skipu­lagt lík­ams­árás gegn tveim­ur starfs­mönn­um nekt­arstaðar­ins Ang­els Strip Club í New York árið 2018. Sagði ákæru­valdið hana hafa skipu­lagt árás­ina vegna þess að önn­ur þeirra var sögð hafa sofið hjá eig­in­manni henn­ar.

Neitaði tón­list­ar­kon­an upp­haf­lega ásök­un­un­um, en hinn 15. sept­em­ber játaði hún fyr­ir dómi að hafa skipu­lagt og tekið þátt í árás­inni. Var hún dæmd til að inna af hendi 15 daga af sam­fé­lags­vinnu og slapp við fang­els­is­dóm. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by Car­di B (@iamcar­dib)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Brettu upp ermarnar og ljúktu verkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son