Shakiru skipað að mæta fyrir dóm

Kólumbíska söngkonan Shakira.
Kólumbíska söngkonan Shakira. AFP

Dómstóll á Spáni hefur skipað kólumbísku söngkonunni Shakiru að mæta fyrir dóm í skattsvikamáli. Dagsetning dómsmálsins hefur ekki enn verið ákveðin. 

Í júlí fór saksóknari í Barcelona fram á átta ára fangelsi yfir Shakiru og sekt upp á tæpar 24 milljónir evra, eða um 3,3 milljarða króna eftir að hún neitaði að semja við stjórnvöld.

Ber fyrir sig tónleikaferðalag

Stjórnvöld á Spáni hafa sakað söngkonuna um að hafa ekki greitt skatt af tekjum sínum árin 2012 til 2014, en upphæðin nemur alls 14,5 milljónum evra eða tveimur milljörðum króna. Spænsk stjórnvöld halda því fram að Shakira hafi flutt til Spánar með spænska knattspyrnumanninum Gerard Piqué árið 2011, en hafi samt sem áður haldið áfram að greiða skatta á Bahamaeyjum en ekki á Spáni. 

Þann 19. september síðastliðinn skipaði dómstóll í Barcelona söngkonunni að mæta fyrir dóm fyrir sex skattglæpi, en Shakira segir þessar ásakanir vera rangar. „Þegar við Gerard vorum að hittast var ég á tónleikaferðalagi. Ég varði meira en 240 dögum utan Spánar og því enginn leið að ég hafi getað talist íbúi á Spáni,“ sagði Shakira í samtali við Elle

Verjandi Shakiru segir hana hafa þénað mest af peningum sínum á alþjóðlegum ferðum til ársins 2014. Hún hafi flutt til Spánar árið 2015 og síðan þá greitt alla sína skatta að fullu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Loka