Shakiru skipað að mæta fyrir dóm

Kólumbíska söngkonan Shakira.
Kólumbíska söngkonan Shakira. AFP

Dóm­stóll á Spáni hef­ur skipað kól­umb­ísku söng­kon­unni Shak­iru að mæta fyr­ir dóm í skattsvika­máli. Dag­setn­ing dóms­máls­ins hef­ur ekki enn verið ákveðin. 

Í júlí fór sak­sókn­ari í Barcelona fram á átta ára fang­elsi yfir Shak­iru og sekt upp á tæp­ar 24 millj­ón­ir evra, eða um 3,3 millj­arða króna eft­ir að hún neitaði að semja við stjórn­völd.

Ber fyr­ir sig tón­leika­ferðalag

Stjórn­völd á Spáni hafa sakað söng­kon­una um að hafa ekki greitt skatt af tekj­um sín­um árin 2012 til 2014, en upp­hæðin nem­ur alls 14,5 millj­ón­um evra eða tveim­ur millj­örðum króna. Spænsk stjórn­völd halda því fram að Shakira hafi flutt til Spán­ar með spænska knatt­spyrnu­mann­in­um Ger­ard Piqué árið 2011, en hafi samt sem áður haldið áfram að greiða skatta á Bahama­eyj­um en ekki á Spáni. 

Þann 19. sept­em­ber síðastliðinn skipaði dóm­stóll í Barcelona söng­kon­unni að mæta fyr­ir dóm fyr­ir sex skatt­glæpi, en Shakira seg­ir þess­ar ásak­an­ir vera rang­ar. „Þegar við Ger­ard vor­um að hitt­ast var ég á tón­leika­ferðalagi. Ég varði meira en 240 dög­um utan Spán­ar og því eng­inn leið að ég hafi getað tal­ist íbúi á Spáni,“ sagði Shakira í sam­tali við Elle

Verj­andi Shak­iru seg­ir hana hafa þénað mest af pen­ing­um sín­um á alþjóðleg­um ferðum til árs­ins 2014. Hún hafi flutt til Spán­ar árið 2015 og síðan þá greitt alla sína skatta að fullu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son