Fyrirsætan Emily Ratajkowski og leikarinn Brad Pitt eru sögð eyða miklum tíma saman um þessar mundir. Samkvæmt heimildarmönnum People eru þau þó ekki opinberlega saman.
Fyrr í mánuðinum sótti Ratajkowski um skilnað við kvikmyndaframleiðandann Sebastian Bear-McClard í hæstarétti Manhattan eftir fjögurra ára hjónaband, en þau hættu formlega saman í júlí eftir orðróm um framhjáhald Bear-McClards.
Pitt var áður með leikkonunni Angelinu Jolie, en þau skildu árið 2019 og eiga sex börn saman á aldrinum 14 til 21 árs. Pitt og Jolie hafa staðið í erfiðri forræðisdeilu í mörg ár sem virðist engan enda ætla að taka, en Pitt er þó sagður eiga í góðu sambandi við börnin.