Tvær borgir keppa um að halda Eurovision

Liverpool og Glasgow berjast um að fá að halda Eurovision …
Liverpool og Glasgow berjast um að fá að halda Eurovision á næsta ári. Samsett mynd

Eurovisi­on-söngv­akeppn­in mun annaðhvort fara fram í Li­verpool eða Glasgow árið 2023. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá BBC.

Í júlí kom fram að Bret­land myndi halda keppn­ina fyr­ir Úkraínu sem vann keppn­ina í ár, en ástæðan er inn­rás Rúss­lands í Úkraínu. Sam­band evr­ópskra sjón­varps­stöðva (EBU) mat það svo að ekki væri hægt að tryggja ör­yggi á keppn­inni yrði hún hald­in þar, en það var EBU sem tók ákvörðun­ina ásamt rík­is­sjón­varpi Úkraínu.

Sam Ryder keppti fyrir hönd Bretlands í Eurovision í ár, …
Sam Ryder keppti fyr­ir hönd Bret­lands í Eurovisi­on í ár, en hann lenti í öðru sæti. AFP

Li­verpool og Glasgow bestu kost­irn­ir

Bret­land lenti í öðru sæti í keppn­inni í ár og í ág­úst var til­kynnt að sjö borg­ir í Bretlandi myndu keppa um að halda keppn­ina. Eft­ir ít­ar­legt mats­ferli stend­ur valið nú á milli tveggja borga, Li­verpool og Glasgow. End­an­leg ákvörðun verður tek­in inn­an nokk­urra vikna. 

„Við erum þess full­viss að þess­ar tvær borg­ir séu best í stakk bún­ar til að tak­ast á við þessa áskor­un og hlökk­um til að halda áfram umræðum okk­ar og velja þá borg sem mun setja upp stærsta tón­list­ar­viðburð heims í maí næst­kom­andi,“ sagði Mart­in Öster­dahl, fram­kvæmda­stjóri Eurovisi­on.

Hann seg­ir söngv­akeppn­ina flókn­ustu sjón­varps­fram­leiðslu í heimi enda séu sér­stak­ar kröf­ur sett­ar fram þar sem taka þurfi á móti gríðarlegu magni af fólki í tengsl­um við keppn­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Njóttu þess vel að slappa af og jafnvel vera eirðarlaus.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son