Allsberar drottningar stöldruðu stutt við hjá Evu

Skemmtikrafturinn og þáttastjórnandinn Eva Ruza átti ansi bágt með að halda niðri í sér hlátrinum í síðasta þætti af Ertu viss? sem er spurningaþáttur í anda Kahoot og pöbbkviss.

Tinna bar upp sakleysislega spurningu í einum af fimm flokkum þáttarins þar sem spurt var um drottningar. Segja má að orðalag spurningarinnar hafi kveikt á klúrum hugsunum Evu Ruzu sem í einlægni hélt að Tinna væri að fara að spyrja um allsberar drottningar. Sem betur fer áttaði Eva sig fljótt á að svo væri ekki.

Að lokum táraðist hún af hlátri í beinni útsendingu yfir eigin misskilningi. Spurningin beindist að nafngift Margrétar Danadrottningar en ekki því sem fyrst flaug upp í huga Evu Ruzu.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan en það er ákaflega hlægilegt – sjón er sögu ríkari. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir