Allsberar drottningar stöldruðu stutt við hjá Evu

Skemmtikrafturinn og þáttastjórnandinn Eva Ruza átti ansi bágt með að halda niðri í sér hlátrinum í síðasta þætti af Ertu viss? sem er spurningaþáttur í anda Kahoot og pöbbkviss.

Tinna bar upp sakleysislega spurningu í einum af fimm flokkum þáttarins þar sem spurt var um drottningar. Segja má að orðalag spurningarinnar hafi kveikt á klúrum hugsunum Evu Ruzu sem í einlægni hélt að Tinna væri að fara að spyrja um allsberar drottningar. Sem betur fer áttaði Eva sig fljótt á að svo væri ekki.

Að lokum táraðist hún af hlátri í beinni útsendingu yfir eigin misskilningi. Spurningin beindist að nafngift Margrétar Danadrottningar en ekki því sem fyrst flaug upp í huga Evu Ruzu.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan en það er ákaflega hlægilegt – sjón er sögu ríkari. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka