Börn Jóakims ekki prinsar og prinsessur

Jóakim Danaprins.
Jóakim Danaprins. AFP

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur tekið þá ákvörðun að börn Jóakims Danaprins missi titla sína á nýju ári sem prinsar og prinsessur. Eftirleiðis verða þau titluð greifar og greifynjur og þarf ekki að ávarpa þau af sömu formfestu og starfandi meðlimi dönsku konungsfjölskyldunnar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni í dag. Í tilkynningunni segir að þetta sé gert svo börnin njóti meira frelsis í framtíðinni og fái fleiri tækifæri án þess að vera háð konungsfjölskyldunni.

Jóakim er kvæntur Miu Cavallier og eiga þau saman tvö börn, Hinrik og Aþenu, sem eru 13 og 10 ára. Áður var Jóakim kvæntur Alexöndru Manley og eiga þau saman Nikolai og Felix, sem eru 23 og 20 ára.

Þótt titlar systkinanna breytist um áramótin halda þau engu að síður stöðu sinni í erfðaröðinni að krúnunni.

Kristján sá eini sem fær laun

Greint var frá því í maí 2016 að Kristján Danaprins, sonur Friðriks krónprins, yrði eina barnabarn Danadrottningar sem myndi sinna opinberum störfum fyrir konungsfjölskylduna og þiggja laun frá krúnunni á fullorðinsárum. Friðrik er ríkisarfi, en Jóakim prins er yngri bróðir hans. Kristján er því annar í erfðaröðinni að dönsku krúnunni.

Breytingarnar taka gildi hinn 1. janúar 2023. Eru þessar breytingar í samræmi við þróun síðustu ára hjá öðrum konungsfjölskyldum í Evrópu.

Margrét Þórhildur ásamt syni sínum Friðriki krónprinsi og syni hans, …
Margrét Þórhildur ásamt syni sínum Friðriki krónprinsi og syni hans, Kristjáni Danaprins. ljósmynd/Per Morten Abrahamsen
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup