Börn Jóakims ekki prinsar og prinsessur

Jóakim Danaprins.
Jóakim Danaprins. AFP

Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing hef­ur tekið þá ákvörðun að börn Jóakims Danaprins missi titla sína á nýju ári sem prins­ar og prins­ess­ur. Eft­ir­leiðis verða þau titluð greif­ar og greifynj­ur og þarf ekki að ávarpa þau af sömu form­festu og starf­andi meðlimi dönsku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá dönsku kon­ungs­höll­inni í dag. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að þetta sé gert svo börn­in njóti meira frels­is í framtíðinni og fái fleiri tæki­færi án þess að vera háð kon­ungs­fjöl­skyld­unni.

Jóakim er kvænt­ur Miu Ca­vallier og eiga þau sam­an tvö börn, Hinrik og Aþenu, sem eru 13 og 10 ára. Áður var Jóakim kvænt­ur Al­exöndru Manley og eiga þau sam­an Ni­kolai og Fel­ix, sem eru 23 og 20 ára.

Þótt titl­ar systkin­anna breyt­ist um ára­mót­in halda þau engu að síður stöðu sinni í erfðaröðinni að krún­unni.

Kristján sá eini sem fær laun

Greint var frá því í maí 2016 að Kristján Danaprins, son­ur Friðriks krón­prins, yrði eina barna­barn Dana­drottn­ing­ar sem myndi sinna op­in­ber­um störf­um fyr­ir kon­ungs­fjöl­skyld­una og þiggja laun frá krún­unni á full­orðins­ár­um. Friðrik er rík­is­arfi, en Jóakim prins er yngri bróðir hans. Kristján er því ann­ar í erfðaröðinni að dönsku krún­unni.

Breyt­ing­arn­ar taka gildi hinn 1. janú­ar 2023. Eru þess­ar breyt­ing­ar í sam­ræmi við þróun síðustu ára hjá öðrum kon­ungs­fjöl­skyld­um í Evr­ópu.

Margrét Þórhildur ásamt syni sínum Friðriki krónprinsi og syni hans, …
Mar­grét Þór­hild­ur ásamt syni sín­um Friðriki krón­prinsi og syni hans, Kristjáni Danaprins. ljós­mynd/​Per Morten Abra­ham­sen
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þótt þér standi stuggur af samningaviðræðum kemstu ekki upp með það lengur að slá þeim á frest. Samræður við maka eða vini ganga þar af leiðandi stirðlega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell