Kvikmyndagerðarkonan Anna Theodóra Rögnvaldsdóttir er látin, 69 ára að aldri. Þetta segir á vef Klapptrés.
Anna Theodóra skrifaði og leikstýrði meðal annars þáttaröðinni Allir litir hafsins eru kaldir sem kom út árið 2005 og stuttmyndirnar Kalt borð og Hlaupaár á tíunda áratugi síðustu aldar.
Um árabil starfaði Anna sem leikmyndahönnuður hjá Ríkisútvarpinu meðal annars. Hannaði hún leikmynd bíómyndarinnar Ingaló eftir Ásdísi Thoroddsen.
Þar að auki hannaði Anna plakat og kynningarefni Stuðmannamyndarinnar kunnu; Með allt á hreinu.