Jóakim miður sín yfir ákvörðun drottningar

Jóakim Danaprins.
Jóakim Danaprins. AFP

Jóakim prins, yngri sonur Margrétar Þórhildar Danadrottningar, segist vera leiður yfir ákvörðun móður sinnar um að taka titla barna hans af þeim. Greint var frá því í gær að öll fjögur börn hans muni eftir áramót missa titla sína sem prinsar og prinsessur og í stað þess verða greifar og greifynjur. 

„Það er aldrei gaman að sjá svona komið fram við börnin sín. Þau skilja ekki hvað er í gangi,“ sagði Jóakim við Ekstra bladet fyrir utan sendiráð Danmerkur í París í Frakklandi. 

Fimm daga fyrirvari

Í gær greindu fjölmiðlar frá því að Jóakim hafi verið látinn vita af þessum breytingum í maí á þessu ári. Hann sagði hins vegar að svo væri ekki, hann hafi verið látinn vita af þessu með fimm daga fyrirvara.

Honum hafi áður verið sagt að þessi breyting myndi eiga sér stað þegar börnin yrðu 25 ára.

Jóakim prins á fjögur börn með tveimur konum. Eldri drengina Felix og Nikolai á hann með fyrri konu sinni og Hinrik og Aþenu á hann með núverandi eiginkonu sinni. 

Málið virðist liggja þungt á Jóakim og spurður hvort þessi ákvörðun drottningar hefði áhrif á samband hans við hana sagðist hann ekki þurfa að tjá sig um það. 

Margrét Þórhildur Danadrottning sendi frá sér tilkynningu í gær.
Margrét Þórhildur Danadrottning sendi frá sér tilkynningu í gær. SCANPIX DENMARK

Meira frelsi fyrir börnin

Drottningin rökstuddi ákvörðun sína í tilkynningunni í gær og sagði að með þessu myndu barnabörn hennar búa að meira frelsi í framtíðinni. Þyrftu þau ekki að vera háð öllum þeim formlegheitum sem fylgja því að vinna fyrir dönsku konungsfjölskylduna. 

Þróunin er sú sama hjá fleiri konungsfjölskyldum í Evrópu þar sem færri í fjölskyldunni sinna opinberum störfum fyrir höllina.

Kristján Danaprins er eina barnabarn Danadrottningar sem mun sinna opinberum skyldum og vera á launaskrá krúnunnar þegar hann verður fullorðinn. Hann er elsti sonur Friðriks krónprins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka