Opnar sig um brjóstakrabbamein

Katie Couric greindist með brjóstakrabbamein í sumar.
Katie Couric greindist með brjóstakrabbamein í sumar. AFP

Bandaríska fjölmiðlakonan Katie Couric greindist með brjóstakrabbamein í sumar. Hún opnaði sig um greininguna í pistli á dögunum á sama tíma og hún hvatti konur til þess að drífa sig í skimun fyrir brjóstakrabbameini. 

Couric er vinsæl sjónvarpskona í Bandaríkjunum og stjórnaði meðal annars þáttunum Today. 

„Ég hvet ykkur til að fara í reglubundna skimun. Ég fór hálfu ári of seint í þetta skiptið og hrylli mig við þeirri tilhugsun ef ég hefði frestað þessu lengur. Það er líka mjög mikilvægt að komast að því hvort maður þurfi að fara í aukið eftirlit,“ skrifaði Couric í færslu á vefsíðu sinni. 

Couric missti fyrsta eiginmann sinn árið 1998 úr ristilkrabbameini sama árið og foreldrar hennar fengu krabbamein. 

Fjölmiðlakonan var heppin að því leyti að meinið var enn á forstigi þegar það fannst. Það var fjarlægt í skurðaðgerð í júlí síðastliðnum og var hún heppin að þurfa ekki að fara í lyfjameðferð í kjölfarið. Hún þurfti hins vegar að fara geislameðferð nú í september og lauk henni á þriðjudag. 

Couric opnaði sig um krabbameinsgreininguna núna vegna árveknisátaks um brjóstakrabbamein sem hefst í október og fer fram víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. 

View this post on Instagram

A post shared by Katie Couric (@katiecouric)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir