„Erfið ákvörðun“ – Andar köldu í Köben

Mary krónprinsessa ásamt Friðriki krónprins. Mary hefur nú tjáð sig …
Mary krónprinsessa ásamt Friðriki krónprins. Mary hefur nú tjáð sig um umdeilda ákvörðun sem tengdamóðir hennar tók í vikunni. AFP

Mary, krón­prins­essa í Dan­mörku, hef­ur tjáð sig um ákvörðun Mar­grét­ar Þór­hild­ar Dana­drottn­ing­ar, þess efn­is að börn Jóakims Danaprins missi titla sína á nýju ári sem prins­ar og prins­ess­ur. Ákvörðunin hef­ur vakið mikla at­hygli í Dan­mörku. 

Krón­prins­ess­an var spurð út í málið þegar hún mætti á ráðstefnu í Kaup­manna­höfn í morg­un að því fram kem­ur á vef DR. „Breyt­ing­ar geta verið afar erfiðar og geta sært. Við vit­um það flest. En það þýðir ekki að ákvörðunin sé ekki rétt,“ sagði krón­prins­ess­an. Hún sagði ákvörðunin hafa verið erfiða og það verði erfitt að sætta sig við hana. 

Mary er gift Friðriki krón­prins en hann mun taka við sem kon­ung­ur af móður sinni. Elsta barn þeirra er Kristján en hann er aðeins 16 ára. Mary var spurð út í áhrif­in á henn­ar börn. „Í dag vit­um við ekki hvernig kon­ung­fjöl­skyld­an mun líta út þegar Kristján tek­ur við eða þegar hans tími nálg­ast.“

Margrét Þórhildur Danadrottning ásamt þeim Friðriki og Jóakim. Drottning tók …
Mar­grét Þór­hild­ur Dana­drottn­ing ásamt þeim Friðriki og Jóakim. Drottn­ing tók um­deilda ákvörðun í vik­unni. AFP

Dansk­ir fjöl­miðlar hafa fjallað mikið um málið og fjöl­skyldumeðlim­ir ekki hikað við að tjá sig. Jóakim, yngri son­ur Mar­grét­ar Þór­hild­ar, hef­ur greint frá því op­in­ber­lega að hann sé mjög leiður yfir ákvörðun móður sinn­ar. Orð eins og fjöl­skyldu­stríð sjást á miðlum danskra miðla og hef­ur Mar­grét Þór­hild­ur meðal ann­ars verið upp­nefnd ís­drottn­ing­in. And­rúms­loftið í fjöl­skyld­unni hef­ur verið und­ir frost­marki ef marka má orðsend­ing­ar og um­fjöll­un um málið. 

Marie prinsessa og Jóakim prins. Börn Jóakim verða ekki prinsar …
Marie prins­essa og Jóakim prins. Börn Jóakim verða ekki prins­ar og prins­ess­ur frá og með næstu ára­mót­um. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Leyfðu hvatvísi þinni að njóta sín - allt sem þig langar til er að skemmta þér í dag. Engan leikaraskap, þú átt að koma til dyranna eins og þú ert klæddur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell