Margrét Þórhildur Danadrottning segist hafa vanmetið hversu þungbær ákvörðun sín um að börn Jóakims Danaprins missi titla sína á nýju ári sem prinsar og prinsessur yrði á Jóakim og fjölskyldu hans.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni í dag. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin hafi veriðí bígerð lengi og segir Danadrottning í téðri tilkynningu að það sé skylda hennar og vilji sem drottning að sjá til þess að konungsveldið móti sig ávallt í takt við tímann.
„Stundum þýðir það að erfiðar ákvarðanir verða að vera teknar og það er alltaf erfitt að finna rétta tímann,“ segir í tilkynningunni.
Margrét kveðst harma það að fjölskylda Jóakims finnist ákvörðunin þungbær. Fram kemur í tilkynningunni að enginn ætti að draga það í efa að börn hennar, tengdadætur og barnabörn séu gleði hennar og stolt.
„Nú vona ég að við sem fjölskylda getum fundið frið til að geta unnið okkur í gegnum þessar aðstæður,“ segir í lokin.