Sacheen Littlefeather, aðgerðasinninn og leikkonan, sem baulað var á árið 1973 þegar hún neitaði fyrir hönd leikarans Marlon Brando að taka við Óskarsverðlaununum, er látin, 75 ára gömul.
Óskarsakademían greindi frá þessu á Twitter.
Þar vitnaði akademían í Littlefeather er hún sagði: „Þegar ég verð farin skuluð þið ávallt minnast þess að í hvert skipti sem þið standið fyrir ykkar sannleika haldið þið rödd minni, þjóða okkar og okkar fólks á lífi.“
Sacheen Littlefeather, Native American civil rights activist who famously declined Marlon Brando’s 1973 Best Actor Academy Award, dies at 75. pic.twitter.com/OlpsoItlCw
— The Academy (@TheAcademy) October 3, 2022
Fyrir tveimur vikum hélt akademían athöfn í nýju safni sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þar var Littlefeather heiðruð og hún opinberlega beðin afsökunar á meðferðinni sem hún hlaut á Óskarsathöfninni fyrir næstum 50 árum síðan.
Brando afþakkaði verðlaunin til að mótmæla framsetningu frumbyggja í bandaríska kvikmyndaiðnaðinum og sendi hann Littlefeather í sinn stað.
Sacheen Littlefeather, who declined Marlon Brando’s Oscar for “The Godfather” on his behalf at the 1973 Academy Awards, died Sunday, the Academy of Motion Pictures said. https://t.co/oPMlq3Ify8 pic.twitter.com/4S74L4XXb2
— Variety (@Variety) October 3, 2022