Pitt sakaður um að taka sitt eigið barn hálstaki

Brad Pitt er sagður hafa slegið annað barn sitt og …
Brad Pitt er sagður hafa slegið annað barn sitt og tekið annað hálstaki. AFP

Kvik­mynda­leik­ar­an­um Brad Pitt er gefið að sök að hafa slegið eitt barn sitt og tekið annað hálstaki í kjöl­far þess að hann réðst á Ang­el­inu Jolie, fyrr­ver­andi eig­in­konu sína, vegna rifr­ild­is sem átti sér stað í einkaþotu.

Þetta kem­ur fram í stefnu vegna máls­höfðunar Jolie á hend­ur Pitt, að því er frétta­veita AFP grein­ir frá.

Í máls­gögn­um grein­ir Jolie frá árás Pitt í einkaþotu þeirra hjóna er þau flugu ásamt börn­um sín­um frá Kali­forn­íu til Frakk­lands í sept­em­ber 2016.

Angelina Jolie og Brad Pitt skildu árið 2016.
Ang­el­ina Jolie og Brad Pitt skildu árið 2016. Mark Ral­st­on

Réðst á Jolie og börn­in

„Pitt tók eitt barnið sitt hálstaki og sló annað í and­litið,“ seg­ir í gögn­un­um. Ágrein­ing­ur milli Pitt og Jolie hófst á baðher­bergi flug­vél­ar­inn­ar eft­ir að Pitt gagn­rýndi Jolie fyr­ir að vera ekki nógu ströng við börn­in.

„Pitt greip í höfuðið á Jolie, hristi hana og tók svo um axl­ir henn­ar og hristi hana aft­ur áður en hann ýtti henni upp við baðher­berg­is­vegg­inn.

Þegar eitt barnið tók til máls til að verja Jolie ætlaði Pitt að taka í barnið og Jolie greip hann aft­an frá til að stöðva hann,“ seg­ir í gögn­un­um.

„Börn­in tóku á rás og reyndu að verja hvort annað. Áður en en þessu lauk tók Pitt eitt barnið hálstaki og sló annað í and­litið. Sum börn­in báðu Pitt um að hætta. Mörg þeirra grétu.“

Jolie sótti um skilnað stuttu eft­ir at­vikið. Al­rík­is­lög­regl­an rann­sakaði málið í kjöl­farið en eng­in ákæra var gef­in út eft­ir átök­in.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Heimurinn virðist brosa við þér og þér er óhætt að baða þig í brosi hans. Vertu bara þú sjálfur, því þannig ertu bezta fyrirmyndin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Heimurinn virðist brosa við þér og þér er óhætt að baða þig í brosi hans. Vertu bara þú sjálfur, því þannig ertu bezta fyrirmyndin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant