Komin með skilnaðarlögfræðing

Tom Brady og Gisele Bündchen eiga í hjónabandserfiðleikum.
Tom Brady og Gisele Bündchen eiga í hjónabandserfiðleikum. AFP

Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen er komin með skilnaðarlögfræðing. Bündchen er gift ruðningskappanum Tom Brady en nú stendur hjónaband þeirra á brauðfótum. 

Fyrirsætan er sögð vera að reyna að finna út hvað hún eigi að gera eins og heimildarmaður People orðar það. Kemur einnig fram að Bündchen sé komin með lögfræðing og er Brady einnig að leita að góðum lögfræðingi. Talsmenn hjónanna vildu ekki tjá sig um nýjustu vendingar. 

Hjónin frægu hafa vakið athygli fyrir farsælt hjónaband sem hefur verið í sviðsljósinu í 13 ár. Það fór að halla undir hjá þeim þegar Brady ákvað að snúa aftur á völlinn í NFL-deildinni. Hann gat ekki einbeitt sér að fjölskyldunni eins og var ætlunin og hefur enn og aftur sett ferilinn fram yfir fjölskylduna. Bündchen hefur ekki mætt á leiki og búa þau ekki saman lengur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar