Leikarahjónin Tia Mowry og Cory Hardrict hafa ákveðið að skilja eftir 14 ára langt hjónaband. Mowry greindi frá skilnaðinum á samfélagsmiðlum sínum. Þau plönuðu kynlíf reglulega en það virkaði ekki.
„Ég hef alltaf verið hreinskilin við aðdáendur mína og í dag er ekkert öðruvísi. Ég vildi segja frá því að ég og Cory höfum ákveðið að fara í sitthvora áttina,“ skrifaði Sister, Sister-leikkonan á Instagram. Sagði hún ákvörðunina erfiða. Hún sagði jafnframt að þau ætluðu að halda áfram að vera vinir og ala upp börnin sín tvö saman.
Ekki eru nema tvö ár síðan að Mowry greindi frá því að þau hjón skipulögðu kynlíf vikulega til þess að passa að neistinn slokknaði ekki. Neistinn greinilega slokknaði þrátt vikulega kynlífið.