Réttarhöld yfir Spacey hefjast í dag

Réttarhöld í máli Anthony Rapp gegn Kevin Spacey hefjast í …
Réttarhöld í máli Anthony Rapp gegn Kevin Spacey hefjast í dag. AFP

Rétt­ar­höld í máli leik­ar­ans Ant­hony Rapp gegn leik­ar­an­um Kevin Spacey hefjast í New York í Banda­ríkj­un­um í dag. Rapp hef­ur sakað Spacey um að hafa brotið á hon­um þegar hann var 14 ára gam­all, eða fyr­ir 36 árum síðan.

Spacey hef­ur verið fjarri sviðsljós­inu und­an­far­in ár, en hann var einn af þeim fyrstu í Hollywood til að vera sakaður um kyn­ferðis­brot þegar Me Too-bylt­ing­in hófst í októ­ber árið 2017. 

Rapp höfðaði málið í sept­em­ber 2020 og sagði Spacey hafa brotið á sér í par­tíi á Man­hatt­an árið 1986. Rapp verður 51 árs seinna í októ­ber, en hann fer nú með hlut­verk í þátt­un­um Star Trek: Disco­very. 

Heims­fræg­ur

Spacey hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni und­an­far­in ár og meðal ann­ars hlotið tvenn Óskar­sverðlaun. Hann fór með hlut­verk í kvik­mynd­um The Usual Su­spects og American Beauty og var aðalleik­ari þátt­anna Hou­se of Cards á Net­flix þegar fyrstu ásak­an­irn­ar gegn hon­um voru gerðar op­in­ber­ar. 

Anthony Rapp.
Ant­hony Rapp. AFP

Rapp höfðaði fyrst saka­mál gegn hon­um en dóm­ari vísaði því frá vegna þess hve langt var liðið frá meintu broti. Hann höfðaði seinna einka­mál gegn hon­um og hefjast rétt­ar­höld­in í mál­inu í dag klukk­an 13.30 að ís­lensku tíma. Kviðdóm­ur mun dæma í mál­inu en dóm­ar­inn Lew­is Kapl­an mun stýra rétt­ar­höld­un­um. 

Lögmaður Spacey sagði í til­kynn­ingu að hann muni mæta í dómssal­inn í dag og í gegn­um rétt­ar­höld­in. 

Rapp sak­ar Spacey um að hafa káfað á rass sín­um, lyft hon­um upp á rúm og lagst ofan á hann full­klædd­ur. Hann sagði að Spacey hefði hvorki kysst hann, klædd hann úr föt­un­um, sett hend­ur sín­ar und­ir föt hans, og ekki sagt neitt kyn­ferðis­legt við hann. 

Fleiri ásak­an­ir

Þetta eru ekki einu ásak­an­irn­ar um kyn­ferðis­legt of­beldi sem komið hafa fram á hend­ur Spacey. Þrír karl­menn í Bretlandi hafa sakað hann um að hafa brotið á sér á ár­un­um 2005 til 2013, þegar hann var leik­stjóri þar. Málið er enn opið í Bretlandi, en Spacey neitaði öll­um ásök­un­um í júlí á þessu ári. 

Spacey var ákærður fyr­ir lík­ams­árás og kyn­ferðis­legt of­beldi gegn sex­tán ára barþjóni í Massachusetts í Banda­ríkj­un­um í júlí 2016. Ákær­urn­ar voru látn­ar niður falla í júlí 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Það þarf kjark til þess að komast áfram. Sá sem hefur verið hvað mest uppáþrengjandi er að reyna að segja þér eitthvað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Það þarf kjark til þess að komast áfram. Sá sem hefur verið hvað mest uppáþrengjandi er að reyna að segja þér eitthvað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir