Ronaldo um að kenna?

Tom Brady og Gisele Bündchen.
Tom Brady og Gisele Bündchen. AFP

Þrett­án ára hjóna­band Gisele Bündchen og Toms Bra­dys er sagt á enda­stöð. Hún vill að hann hætti í am­er­ísk­um fót­bolta, sem er mjög hættu­leg íþrótt, og verji meiri tíma með sér og fjöl­skyld­unni.

Sam­kvæmt heim­ild­um Sun á Bra­dy, sem er 45 ára, að hafa verið að horfa á hinn 37 ára Cristiano Ronaldo skora fyr­ir Manchester United og fyllst inn­blæstri. Bara ör­fá­um klukku­stund­um síðar til­kynnti hann að hann væri hætt­ur við að draga sig í hlé frá íþrótt­inni.

Hjón­in hafa ekki búið sam­an síðustu mánuði. Bündchen forðaði sér til Kosta Ríka í sum­ar eft­ir hat­rammt rifr­ildi þeirra á milli. 

Óvænt enda­lok

Skyndi­leg enda­lok hjóna­bands­ins hafa komið öll­um mjög á óvart. Þau kynnt­ust árið 2006 og er Bündchen sögð hafa vitað um leið og hún sá hann að hann væri hinn eini rétti. „Við sát­um og spjölluðum í þrjá klukku­tíma. Ég vildi ekki fara.“ 

Skömmu eft­ir að þau byrjuðu sam­an kom í ljós að fyrr­ver­andi kær­asta hans, Bridget Moyna­h­an, var kom­in þrjá mánuði á leið. 

„Þetta var í öll­um frétt­um og mér fannst heim­ur­inn vera að hrynja,“ sagði Bündchen í viðtali. Þrátt fyr­ir mót­lætið gengu Bra­dy og Bündchen í hjóna­band árið 2009.

Tom Brady smellti kossi á Gisele Bündchen eftir að hafa …
Tom Bra­dy smellti kossi á Gisele Bündchen eft­ir að hafa unnið Of­ur­skál­ina. AFP

Hættu­leg íþrótt

Bündchen hef­ur verið ómyrk í máli þegar kem­ur að hætt­unni sem staf­ar af íþrótt­inni. 

„Hann fær heila­hrist­inga. Ég held að þetta sé mjög óhollt fyr­ir lík­amann að fá á sig svona högg. Ég vil að hann verði heil­brigður svo að við get­um gert fullt af skemmti­leg­um hlut­um þegar við verðum 100 ára.“

Bra­dy er aft­ur á móti sagður elska íþrótt­ina. „Hún er alltaf að segja við mig, fyr­ir tíu árum sagðistu ætla að hætta og nú eru kom­in tíu ár og þú tal­ar um önn­ur fimm ár.“

Hef­ur áhrif á fjöl­skyldu­lífið

Þrátt fyr­ir að leiktíma­bilið sé aðeins 18 vik­ur með 17 leikj­um þá hef­ur íþrótt­in tölu­verð áhrif á fjöl­skyldu­lífið.

„Ég hef ekki farið í jóla­frí í 23 ár og hef ekki haldið upp á þakk­ar­gjörðar­hátíðina í 23 ár. Ég hef ekki fagnað af­mæl­um þeirra sem mér þykir vænt um ef þau eiga af­mæli frá ág­úst og fram í janú­ar. Þar að auki get ég hvorki verið viðstadd­ur jarðarfar­ir né brúðkaup,“ sagði Bra­dy í viðtali.

Bündchen hef­ur al­farið séð um heim­ilið og barna­upp­eldið.

Hún hélt að hann kæmi meira inn í líf barn­anna á milli leiktíma­bila en þá fer Bra­dy bara að sinna öðrum er­ind­um og hell­ir sér í æf­ing­ar. Hún sé því mjög ein­angruð í hjóna­band­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Hafðu gætur á peningunum þínum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant