Ronaldo um að kenna?

Tom Brady og Gisele Bündchen.
Tom Brady og Gisele Bündchen. AFP

Þrettán ára hjónaband Gisele Bündchen og Toms Bradys er sagt á endastöð. Hún vill að hann hætti í amerískum fótbolta, sem er mjög hættuleg íþrótt, og verji meiri tíma með sér og fjölskyldunni.

Samkvæmt heimildum Sun á Brady, sem er 45 ára, að hafa verið að horfa á hinn 37 ára Cristiano Ronaldo skora fyrir Manchester United og fyllst innblæstri. Bara örfáum klukkustundum síðar tilkynnti hann að hann væri hættur við að draga sig í hlé frá íþróttinni.

Hjónin hafa ekki búið saman síðustu mánuði. Bündchen forðaði sér til Kosta Ríka í sumar eftir hatrammt rifrildi þeirra á milli. 

Óvænt endalok

Skyndileg endalok hjónabandsins hafa komið öllum mjög á óvart. Þau kynntust árið 2006 og er Bündchen sögð hafa vitað um leið og hún sá hann að hann væri hinn eini rétti. „Við sátum og spjölluðum í þrjá klukkutíma. Ég vildi ekki fara.“ 

Skömmu eftir að þau byrjuðu saman kom í ljós að fyrrverandi kærasta hans, Bridget Moynahan, var komin þrjá mánuði á leið. 

„Þetta var í öllum fréttum og mér fannst heimurinn vera að hrynja,“ sagði Bündchen í viðtali. Þrátt fyrir mótlætið gengu Brady og Bündchen í hjónaband árið 2009.

Tom Brady smellti kossi á Gisele Bündchen eftir að hafa …
Tom Brady smellti kossi á Gisele Bündchen eftir að hafa unnið Ofurskálina. AFP

Hættuleg íþrótt

Bündchen hefur verið ómyrk í máli þegar kemur að hættunni sem stafar af íþróttinni. 

„Hann fær heilahristinga. Ég held að þetta sé mjög óhollt fyrir líkamann að fá á sig svona högg. Ég vil að hann verði heilbrigður svo að við getum gert fullt af skemmtilegum hlutum þegar við verðum 100 ára.“

Brady er aftur á móti sagður elska íþróttina. „Hún er alltaf að segja við mig, fyrir tíu árum sagðistu ætla að hætta og nú eru komin tíu ár og þú talar um önnur fimm ár.“

Hefur áhrif á fjölskyldulífið

Þrátt fyrir að leiktímabilið sé aðeins 18 vikur með 17 leikjum þá hefur íþróttin töluverð áhrif á fjölskyldulífið.

„Ég hef ekki farið í jólafrí í 23 ár og hef ekki haldið upp á þakkargjörðarhátíðina í 23 ár. Ég hef ekki fagnað afmælum þeirra sem mér þykir vænt um ef þau eiga afmæli frá ágúst og fram í janúar. Þar að auki get ég hvorki verið viðstaddur jarðarfarir né brúðkaup,“ sagði Brady í viðtali.

Bündchen hefur alfarið séð um heimilið og barnauppeldið.

Hún hélt að hann kæmi meira inn í líf barnanna á milli leiktímabila en þá fer Brady bara að sinna öðrum erindum og hellir sér í æfingar. Hún sé því mjög einangruð í hjónabandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar