Adidas endurskoðar samstarf við Kanye West

Kanye West á tískusýningu í París 2. október.
Kanye West á tískusýningu í París 2. október. AFP/Julien De Rosa

Adidas segist vera að endurskoða samstarf sitt við bandaríska rapparann Kanye West eftir að hann gagnrýndi þýska íþróttavöruframleiðandann opinberlega.

„Eftir endurteknar tilraunir til að leysa málið í einrúmi höfum við ákveðið að endurskoða samstarfið,“ sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Stutt er síðan rapparinn sýndi stuttermaboli með áletruninni „White Lives Matter“, eða „Hvítt fólk skiptir máli“ á tískusýningu í París.

Adidas minntist ekkert á þessa umdeildu boli í yfirlýsingu sinni en sagði að „vel heppnað samstarf á rætur sínar að rekja til gagnkvæmrar virðingar og sameiginlegra gilda“.

Kanye West svaraði yfirlýsingu Adidas á Instagram þar sem hann hélt því fram að fyrirtækið hafi stolið hönnun hans.

Svo virðist sem þeirri færslu hafi verið eytt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka