Nú hafa allir vinningshafar í N1 Vegabréfaleiknum verið dregnir út. Sú sem hafði heppnina með sér og vann aðalvinninginn var Freydís Stefánsdóttir frá Mosfellsbæ.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá N1.
Fram kemur, að tæplega 80.000 Íslendingar hafi skráð sig til leiks í sumar og þeir söfnuðu 220.000 stimplum á þjónustustöðvum N1 um land allt.
Freydís fékk í aðalvinning, fjölskylduferð með Heimsferðum, Playstation 5, Samsung Galaxy S22 og Samsung Galaxy Buds2.