Risafyrirtæki mun dreifa Snertingu á heimsvísu

Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur skrifuðu saman handritið að …
Ólafur Jóhann Ólafsson og Baltasar Kormákur skrifuðu saman handritið að myndinni sem byggð er á sögu Ólafs Jóhanns.

Tökur á kvikmyndinni Snertingu sem byggð er á sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar hefjast um helgina í Lundúnum. Það er Egill Ólafsson leikari og tónlistarmaður sem mun fara með aðalhlutverkið í myndinni. Í gær sendi bandaríska kvikmyndafyrirtækið Focus Features frá sér tilkynningu þess efnis að þeir myndu dreifa þessari mynd Baltasars Kormáks á heimsvísu. Ísland er þó undanskilið því. 

Í fréttatilkynningu kemur fram að um stærsta dreifingasamning sé að ræða sem gerður hefur verið um íslenska kvikmynd. Focus Features hefur áður dreift myndum eins og Brokeback Mountain, Downton Abbey og Billy Elliot. 

Snerting er byggð á metsölubók Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem kom út 2020. Handritið af samnefndri kvikmynd var gert af Baltasar Kormáki og Ólafi Jóhanni. 

Snerting fjallar um Kristófer, mann sem er að ljúka starfsævi sinni eftir farsælan veitingahúsarekstur á Íslandi. Heimsfaraldurinn hefur brotist út, en hann ákveður að leggja land undir fót í þeirri von að komast að því hvað hafi orðið um japönsku æskuástina sína, sem hvarf sporlaust frá London 50 árum áður, þegar hann var þar við nám og störf

Tökur á Snertingu fara að stærstum hluta fram á Íslandi, en einnig í London og í Japan og er þetta ein umfangsmesta íslenska kvikmyndin sem ráðist hefur verið í framleiðslu á segir í fréttatilkynningu. 

Egill Ólafsson mun túlka persónu Kristófers í kvikmyndinni Snertingu.
Egill Ólafsson mun túlka persónu Kristófers í kvikmyndinni Snertingu. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar