Trúlofuð áströlskum bónda

Kate Walsh er trúlofuð.
Kate Walsh er trúlofuð. mbl.is/AFP

Grey's Anatomy-stjarnan Kate Walsh er trúlofuð, sá heppni heitir Andrew Nixon og er ástralskur bóndi. Walsh sem er frá Bandaríkjunum kynntist sínum heittelskaða í skemmtiferðasiglingu. 

Walsh greindi óvart frá trúlofuninni á lifandi streymi á Instagram. „Þetta er unnusti minn,“ sagði Walsh sem ætlaði alls ekki að segja frá trúlofuninni. Lítið hefur farið fyrir Nixon en parið hefur búið í Perth í Ástralíu síðan það kynntist.

Ef hjónin ganga upp að altarinu verður hjónabandið ekki fyrsta hjónaband leikkonunnar. Walsh var gift framleiðandanum Alex Young á árunum 2007 til 2010. 

Aðdáendur stjörnunnar ættu að geta glaðst en hún snýr aftur sem læknirinn Addison Montgomery í 19. þáttaröðinni af læknadramanu langlífa. 

Kate Walsh.
Kate Walsh. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að bregðast við og verja þig og þína gegn utanaðkomandi þrýstingi sem er ósanngjarn og í raun rangur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney