Bubbi Morthens greindi frá því í kvöld að hann sé búinn að vera í átaki sem hófst í desember í fyrra og hafi síðan þá misst rúm 22 kíló.
„Á seinasta ári var ég of þungur fann fyrir því orðið alla dag ég ákvað taka þetta einn dag í einu fasta 18 tíma er samt að borða allt æfi 5-6 daga í viku létti allar þyngdir,“ segir Bubbi á Facebook-síðu sinni í færslu sem hann birti í kvöld ásamt mynd af sér í líkamsræktarstöð.
Þar kemur einnig fram að Bubbi hafi verið 104 kíló þegar átakið hófst en sé nú búinn að létta sig og vegi nú 81,8 kíló.
Bubbi segist hafa keyrt mikið á úthaldsæfingum og mikilli brennslu ásamt því að berja hnefaleikapúða, fara í stigavélina og hjóla.
Þó árangurinn sé mikill hefur Bubbi enn ekki enn náð markmiðinu sínu sem er að vera 78 kíló.
„Ég var að æfa í miklum þyngdum sem fóru illa með alla lið[i] í dag er ég léttur sem hind,“ segir Bubbi að lokum og bætir við tjákni af hnykluðum upphandleggsvöðva.