Fjölskyldan er að fara á taugum

Karl konungur, Vilhjálmur prins, Katrín prinsessa, Meghan hertogaynja og Harry …
Karl konungur, Vilhjálmur prins, Katrín prinsessa, Meghan hertogaynja og Harry Bretaprins. Fjölskyldan er sögð hafa áhyggjur af ævisögu Harry. AFP

Harry Bretaprins er að skrifa sjálfsævi­sögu sem breska kon­ungs­fjöl­skyld­an er skít­hrædd við. Bók­inni er lýst sem tímasprengju enda veit eng­inn hvað Harry mun láta flakka. Reynsl­an hef­ur kennt þeim að hann og eig­in­kona hans, Meg­h­an her­togynja, eru óhrædd við að láta allt flakka. 

„Ég held að þau séu ótrú­lega stressuð. Þetta er tímasprengja,“ seg­ir kon­ung­leg­ur sér­fræðing­ur í viðtali við Page SixBók­in átti upp­haf­lega að koma út í nóv­em­ber en út­gáfu­deg­in­um var frestað eft­ir að Elísa­bet Breta­drottn­ing lést í sept­em­ber. Hún er nú sögð koma út um pásk­ana. 

Ný­lega var Harry sagður vilja end­ur­skrifa bók­ina og gera minna úr því hvernig fjöl­skylda hans hef­ur komið fram við hann. Kon­ung­legi sér­fræðing­ur­inn seg­ir það ólík­legt. „Ég held að all­ir viti að Sus­sex-hjón­in geta ekki lag­fært bók­ina á þann hátt,“ sagði sér­fræðing­ur­inn. Hann tel­ur þó lík­legt að þau geti gert hana verri fyr­ir kon­ungs­fjöl­skyld­una. 

Katrín, Vilhjálmur, Harry og Meghan í september.
Katrín, Vil­hjálm­ur, Harry og Meg­h­an í sept­em­ber. AFP

Því hef­ur verið fleygt að Harry ætli að bæta við kafla um jarðarför ömmu sinn­ar. Tel­ur hann lík­legt að það verði bara meira skít­kast gegn kon­ungs­fjöl­skyld­unni og meira af efni hvernig var horft fram­hjá þeim. Hann tel­ur að seink­un út­gáfu­dags geri bók­ina bara verri fyr­ir kon­ungs­fjöl­skyld­una. 

Harry er að skrifa ævisögu og kemur breska konungfjölskyldan þar …
Harry er að skrifa ævi­sögu og kem­ur breska kon­ung­fjöl­skyld­an þar vafa­laust mikið við sögu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg. Þú þarft að fara að lyfta þér upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt þér takist ekki að breyta skoðunum annarra er alveg öruggt að málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg. Þú þarft að fara að lyfta þér upp.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir