Hamast við að kenna Gere sænsku

Nina, barónessa van Pallandt.
Nina, barónessa van Pallandt. Wikimedia

Kvik­mynd­in American Gi­golo frá ár­inu 1980 datt býsna óvænt inn á efn­isveit­una Sjón­varp Sím­ans Premium á dög­un­um. Það er mynd­in sem gerði Rich­ard Gere að stór­stjörnu en hann fer með hlut­verk sjálfs gígólós­ins.  

Maddöm­una hans Geres í mynd­inni leik­ur áhuga­verð leik­kona, sem ég man raun­ar ekki eft­ir að hafa heyrt nefnda áður, Nina, barónessa van Pallandt. Sú ham­ast við að kenna Gere sænsku í mynd­inni og fær meðal ann­ars upp úr hon­um hina kostu­legu setn­ingu: „Nei, takk!“ Það er skondið í ljósi þess að Nina þessi er dönsk. Var gefið nafnið Nina Mag­delena Møller á því herr­ans ári 1932 sem þýðir að hún stend­ur á níræðu.

Baróness­an, sem sest er í helg­an stein, var jafn­víg á söng og leik meðan hún starfaði. Hún lék til dæm­is í þrem­ur Robert Altman-mynd­um á átt­unda ára­tugn­um, The Long Good­bye, A Wedd­ing og Quin­tet. Á söng­hliðinni er hún senni­lega þekkt­ust fyr­ir flutn­ing sinn á lagi Johns Barrys og Hals Dav­ids, Do You Know How Christ­mas Trees Are Grown? í James Bond-mynd­inni On Her Maj­esty’s Secret Service 1969.

Richard Gere er stórstjarna í heimi kvikmyndanna.
Rich­ard Gere er stór­stjarna í heimi kvik­mynd­anna. AFP/​Phil McCarten

Var tengda­dótt­ir Denise Orme

Baróness­an var um tíma tengda­dótt­ir ensku söng­kon­unn­ar Denise Orme sem gerði garðinn fræg­an í upp­hafi síðustu ald­ar á sviðum leik­húsa á borð við Al­hambra og Gaiety í Lund­ún­um. Fá­rán­lega gott nafn, Denise Orme. Sú góða kona var vand­lát til karla en eig­in­menn henn­ar þrír voru ensk­ur barón, dansk­ur auðkýf­ing­ur og írsk­ur her­togi.

Þaðan kem­ur þó ekki barónessu­tit­ill Ninu en ann­ar eig­inmaður henn­ar var Frederik, barón van Pallandt, dansk/​hol­lensk­ur söngv­ari og starf­ræktu þau hjón­in um tíma dú­ett á sjö­unda ára­tugn­um. Þau skildu 1976 en Nina gaf ekki frá sér barónessu­titil­inn sem dæt­ur þeirra tvær bera einnig í dag.

Nán­ar er fjallað um baróness­una og aðra leik­end­ur í American Gi­golo í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Um sinn skaltu varast að beina athyglinni að þér, nema þú sért með það á tæru hvernig þú ætlar að taka á hlutunum. Gættu þess að bregðast ekki of hart við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Um sinn skaltu varast að beina athyglinni að þér, nema þú sért með það á tæru hvernig þú ætlar að taka á hlutunum. Gættu þess að bregðast ekki of hart við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir