Leðurblökur á varalitnum

Með hvaða varalit ætli Ozzy sé hérna?
Með hvaða varalit ætli Ozzy sé hérna? AFP/Andy Buchanan

Snyrti­vöru­fram­leiðand­inn Rock And Roll Beauty hef­ur kynnt sam­starf sitt við mann úr ólík­legri átt, málml­ista­mann­inn Ozzy Os­bour­ne. Um er að ræða tak­markað upp­lag af snyrti­vöru­línu sem inn­blás­in er af Myrkra­höfðingj­an­um sjálf­um, eins og kunn­ingj­ar hans og aðdá­end­ur kalla Ozzy gjarn­an.

Snyrti­vör­urn­ar taka mið af ein­stök­um stíl og út­liti Ozzys og eru að sögn tals­manna Rock And Roll Beauty löðrandi í rokki. Við erum að tala um 21 vöru­teg­und, svo sem augnskugga sem heita eft­ir vin­sæl­um lög­um kapp­ans á borð við Iron Man, Zombie Stomp og Crazy Train, kerti, svart­an málm­varalit, snyrti­budd­ur, skamm­tíma­húðflúr og speg­il með goþþbrag. 

Að sjálfsögðu er leðurblökur að finna á varalitnum hans Ozzys …
Að sjálf­sögðu er leður­blök­ur að finna á varalitn­um hans Ozzys sem Rock And Roll Beauty fram­leiðir. Rock And Roll Beauty


At­hygli vek­ur að leður­blök­ur eru grafn­ar í varalit­inn en Ozzy teng­ist þeim, eins og menn þekkja, órofa bönd­um.

Ozzy er ekki fyrsti rokk­ar­inn sem geng­ur til sam­starfs við Rock And Roll Beauty en þar voru fyr­ir á mála hljóm­sveit­in Def Lepp­ard og Jimi nokk­ur Hendrix enda þótt sá síðast­nefndi viti nú senni­lega mest lítið af því öllu sam­an.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt rétt sé að gefa sértíma til að kanna málavöxtu, kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Mundu að leyfa vinum að njóta sólskinsins með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt rétt sé að gefa sértíma til að kanna málavöxtu, kemur alltaf að því að það verður að taka ákvörðun. Mundu að leyfa vinum að njóta sólskinsins með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir