Leikkonan Emma Roberts er búin að finna ástina aftur. Leikkonan er sögð vera að hitta leikarann Cody John. Roberts hætti með barnsföður sínum, leikaranum Garrett Hedlund, í kringum síðustu áramót.
Roberts og John eru búin að vera að hittast í um tvo mánuði. Parið tekur það hins vegar rólega þar sem Roberts á tæplega tveggja ára gamlan son. „Emma er varkár þegar kemur að því að kynna hann fyrir nýju fólki,“ segir heimildarmaður E!. „En hún veit að sá dagur kemur fljótlega.“
Cody hefur leikið í þáttum á borð við Wu-Tang: An American Saga en Roberts hefur verið dugleg að leika í kvikmyndum.