Eileen Ryan látin

Eileen Ryan er látin 94 ára að aldri.
Eileen Ryan er látin 94 ára að aldri.

Leikkonan Eileen Ryan er látin 94 ára að aldri. Ryan lést á heimili sínu í Malibu í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leikkonan var móðir leikaranna Seans og Chris Penns, sem lést árið 2006, og tónlistarmannsins Michaels Penns. 

Fjölskylda hennar greindi frá andláti hennar í gær, mánudag. Ryan hefði orðið 95 ára seinna í október. 

Hún var gift leikaranum og leikstjóranum Leo Penn í 41 ár. Þau kynntust í New York árið 1957 við æfingar á leikritinu The Iceman Cometh. Þau gengu í hjónaband skömmu seinna en hann lést árið 1998. 

Móðir Sean Penn er látin.
Móðir Sean Penn er látin. AFP

Ryan lék í fjölda leikrita á Broadway, þar á meðal Sing Till Tomorrow og Comes a Day. Hún lék einnig í yfir 60 kvikmyndum og þáttum. Þekktustu verkefni hennar eru kvikmyndirnar Feast, Parenthood, Eight Legged Freaks, Magnolia og All the King's Men. 

Hún lék einnig í verkefnum sona sinna, eins og At Close Range, I Am Sam, The Indian Runner og The Crossing Guard. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka