Opnar sig um greiningu á rofnum persónuleika

Leikkonan AnnaLynne McCord segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hún …
Leikkonan AnnaLynne McCord segir lífið hafa gjörbreyst eftir að hún opnaði sig um geðheilsu sína á síðasta ári. Skjáskot/Instagram

Banda­ríska leik­kon­an Anna­Lynne McCord opnaði sig á síðasta ári um grein­ingu sína, en hún er greind með rof­inn per­sónu­leika eða hug­rofs­sjálfs­mynd­arrösk­un (e. dis­sociati­ve identity disor­der). Þegar um rof­inn per­sónu­leika er að ræða kem­ur ein og sama mann­eskj­an fram eins og tvær eða fleiri per­són­ur.

McCord seg­ist hafa fundið fyr­ir mikl­um létti þegar hún opnaði sig um grein­ingu sína og er þakk­lát fyr­ir þann góða hljóm­grunn sem umræðan hef­ur fengið.

Lífið hef­ur gjör­breyst

„Ég trúði því aldrei, ekki í eitt augna­blik, að krakk­ar sem ólust upp eins og ég gætu átt líf eins og ég lifi. Ég er að tala um lífið sem ég hef átt síðasta árið þar sem ég vakna, jafn­vel á erfiðum dög­um, og er þakk­lát fyr­ir að ég sé á lífi og vil ekki binda enda á líf mitt,“ sagði McCord í sam­tali við People

Leik­kon­an hef­ur einnig talað op­in­skátt um áfall­a­streiturösk­un (e. post-traumatic stress disor­der) sem hún glím­ir við eft­ir kyn­ferðisof­beldi og önn­ur áföll í æsku.

Fjöl­marg­ir eru án grein­ing­ar

McCord seg­ir að þungu fargi hafi verið af sér létt þegar hún deildi rösk­un sinni með heim­un­um. Hún seg­ist nú vera laus við alla skömm. „Nú get ég sagt: „Sjáið, þetta er ég,“ og ég er bara ein af mörg­um,“ bætti leik­kon­an við og benti á að fjöl­marg­ir sem glími við rösk­un­ina séu eru ekki með grein­ingu eða hafa fengið ranga grein­ingu og þurfi því að tak­ast á við rösk­un­ina án stuðnings. 

Ef þú tel­ur þig vera í sjálfs­vígs­hættu er hjálp­arsími Rauða kross­ins, 1717, op­inn all­an sól­ar­hring­inn. Einnig er net­spjall Rauða kross­ins, 1717.is, opið all­an sól­ar­hring­inn. Píeta-sam­tök­in veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218. Á net­spjalli á Heilsu­vera.is er einnig hægt að ráðfæra sig við hjúkr­un­ar­fræðing um næstu skref. Ef þú ert í bráðri hættu hringdu í 112.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur mikinn sjálfsaga og gerir stundum of miklar kröfur til sjálfs þín. Ekki sýna dómhörku, tjáskipti eru ruglingsleg núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Þú hefur mikinn sjálfsaga og gerir stundum of miklar kröfur til sjálfs þín. Ekki sýna dómhörku, tjáskipti eru ruglingsleg núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver