Sýndi klámmynd á viðskiptafundi Adidas

Samsett mynd

Fjöllistamaðurinn Kanye West virðist vera að ganga fram af öllum þessa dagana. Í gær, mánudag, birti hann 30 mínútna myndskeið á Youtube-rás sinni sem bar titilinn „Last Week“ eða „Síðastliðin vika“ þar sem hann sýndi stjórnendum Adidas klámmyndband á viðskiptafundi þeirra. 

Í gær var einnig lokað tímabundið fyrir aðgang West á samfélagsmiðlunum Twitter og Instagram vegna hatursorðræðu hans í garð gyðinga. Fyrir stuttu sýndi rapparinn þar að auki stuttermaboli með áletruninni „White Lives Matter“, eða „Hvítt fólk skiptir máli“ á tískusýningu í París sem hefur hlotið mikla gagnrýni í kjölfarið. 

„Er þetta klámmynd?“

Í myndbandinu má sjá fjóra menn auk West sitja í hálfhring og funda, en fundurinn hófst á því að rapparinn hélt síma sínum láréttum og spilaði klámmyndband fyrir framan mennina sem voru hneykslaðir og undrandi á hegðun hans. Eftir nokkrar sekúndur spurði einn mannanna hvort þetta væri klámmynd, sem West svaraði játandi. 

„Jesús Kristur,“ sagði annar þeirra og fljótlega reynir einn mannanna að færa handlegg West og símann í burtu. Þrátt fyrir að mönnunum væri augljóslega misboðið hélt West áfram og setti símann nær andlitum þeirra. 

Skjáskot/Youtube
Skjáskot/Youtube

Fundurinn hélt svo áfram, en þar útskýrði West að tilgangurinn með því að sýna klámmyndina hefði verið að sýna líkindin milli söguþráðar myndarinnar og viðskiptasamskipta þeirra, en Adidas sér um framleiðslu og dreifingu á vörumerki West, Yeezy. 

Strunsaði út

„Þið hafið gert slæma hluti fyrir fyrirtækið, viðskiptin og samstarfið. Söguþráður myndbandsins er að gaurinn hafi svikið stelpuna,“ sagði West og benti á einn af mönnunum og sagðist bara ætla að vinna með Adidas ef hann fær að vera forstjóri. 

Að lokum fór West hörðum orðum um mennina fjóra og talaði um að sjálfur væri hann „konungur menningar“. 

„Ég ætla ekki að tala við ykkur. Ég ætla ekki að rífast um peninga við fólk sem er fátækara en ég. Ég ætla ekki að rífast um hugmyndir við fólk sem er með verri hugmyndir en ég,“ sagði West áður en hann strunsaði út af fundinum. 

Endurskoða samstarf við West

Í síðustu viku sendi Adidas frá sér yfirlýsingu þar sem þeir sögðust vera að endurskoða samstarf sitt við rapparann eftir að hann gagnrýndi merkið opinberlega. West svaraði færslunni, sem hefur nú verið eytt, á Instagram og hélt því fram að fyrirtækið hefði stolið hönnun hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Flýttu þér því hægt. Leyfðu öðrum að láta ljós sitt skína og þá fer allt miklu betur. Settu það í forgang að hafa samband við gamla vini.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Torill Thorup