Sýndi klámmynd á viðskiptafundi Adidas

Samsett mynd

Fjöll­istamaður­inn Kanye West virðist vera að ganga fram af öll­um þessa dag­ana. Í gær, mánu­dag, birti hann 30 mín­útna mynd­skeið á Youtu­be-rás sinni sem bar titil­inn „Last Week“ eða „Síðastliðin vika“ þar sem hann sýndi stjórn­end­um Adi­das klám­mynd­band á viðskipta­fundi þeirra. 

Í gær var einnig lokað tíma­bundið fyr­ir aðgang West á sam­fé­lags­miðlun­um Twitter og In­sta­gram vegna hat­ursorðræðu hans í garð gyðinga. Fyr­ir stuttu sýndi rapp­ar­inn þar að auki stutterma­boli með áletr­un­inni „White Li­ves Matter“, eða „Hvítt fólk skipt­ir máli“ á tísku­sýn­ingu í Par­ís sem hef­ur hlotið mikla gagn­rýni í kjöl­farið. 

„Er þetta klám­mynd?“

Í mynd­band­inu má sjá fjóra menn auk West sitja í hálf­hring og funda, en fund­ur­inn hófst á því að rapp­ar­inn hélt síma sín­um lá­rétt­um og spilaði klám­mynd­band fyr­ir fram­an menn­ina sem voru hneykslaðir og undr­andi á hegðun hans. Eft­ir nokkr­ar sek­únd­ur spurði einn mann­anna hvort þetta væri klám­mynd, sem West svaraði ját­andi. 

„Jesús Krist­ur,“ sagði ann­ar þeirra og fljót­lega reyn­ir einn mann­anna að færa hand­legg West og sím­ann í burtu. Þrátt fyr­ir að mönn­un­um væri aug­ljós­lega mis­boðið hélt West áfram og setti sím­ann nær and­lit­um þeirra. 

Skjá­skot/​Youtu­be
Skjá­skot/​Youtu­be

Fund­ur­inn hélt svo áfram, en þar út­skýrði West að til­gang­ur­inn með því að sýna klám­mynd­ina hefði verið að sýna lík­ind­in milli söguþráðar mynd­ar­inn­ar og viðskipta­sam­skipta þeirra, en Adi­das sér um fram­leiðslu og dreif­ingu á vörumerki West, Yeezy. 

Strunsaði út

„Þið hafið gert slæma hluti fyr­ir fyr­ir­tækið, viðskipt­in og sam­starfið. Söguþráður mynd­bands­ins er að gaur­inn hafi svikið stelp­una,“ sagði West og benti á einn af mönn­un­um og sagðist bara ætla að vinna með Adi­das ef hann fær að vera for­stjóri. 

Að lok­um fór West hörðum orðum um menn­ina fjóra og talaði um að sjálf­ur væri hann „kon­ung­ur menn­ing­ar“. 

„Ég ætla ekki að tala við ykk­ur. Ég ætla ekki að ríf­ast um pen­inga við fólk sem er fá­tæk­ara en ég. Ég ætla ekki að ríf­ast um hug­mynd­ir við fólk sem er með verri hug­mynd­ir en ég,“ sagði West áður en hann strunsaði út af fund­in­um. 

End­ur­skoða sam­starf við West

Í síðustu viku sendi Adi­das frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir sögðust vera að end­ur­skoða sam­starf sitt við rapp­ar­ann eft­ir að hann gagn­rýndi merkið op­in­ber­lega. West svaraði færsl­unni, sem hef­ur nú verið eytt, á In­sta­gram og hélt því fram að fyr­ir­tækið hefði stolið hönn­un hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Viðleitni þín til þess að hjálpa ættingja gengur ekki alveg sem skyldi. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa orðin sem þú vilt koma frá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Viðleitni þín til þess að hjálpa ættingja gengur ekki alveg sem skyldi. Gefðu þér góðan tíma til þess að undirbúa orðin sem þú vilt koma frá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir