Vel heppnuð tilraunastarfsemi

Kenýski tónlistarmaðurinn KMRU kom fram á Húrra á föstudag en …
Kenýski tónlistarmaðurinn KMRU kom fram á Húrra á föstudag en hann er rísandi stjarna í tilraunakenndri raftónlist þar sem vettvangsupptökum og spuna er blandað saman. Ljósmynd/Ómar Sverrisson

Extreme Chill hátíðin fór fram í þrettánda skipti í miðborginni um helgina. Tónleikar og viðburðir fóru fram á fjölmörgum stöðum þar sem innlendir og erlendir tónlistarmenn komu fram. Hátíðin er í örum vexti og hefur með hverju árinu stækkað að umfangi og metnaði. Hér má sjá ljósmyndir Ómars Sverrissonar af hátíðinni.

Austurríkismaðurinn Fennesz hefur um áratugaskeið verið eitt helsta nafnið í …
Austurríkismaðurinn Fennesz hefur um áratugaskeið verið eitt helsta nafnið í ambient-geiranum og hefur áður komið til landsins. Hann hélt vel heppnaða tónleika á Húrra á laugardagskvöldið. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Þær eru ófáar snúrurnar sem þarf að tengja og takkarnir …
Þær eru ófáar snúrurnar sem þarf að tengja og takkarnir sem þarf að snúa eru margir á hátíð á borð við Extreme Chill sem var haldin í þrettánda sinn um helgina. Hér sjást Stereo Hypnosis framkalla sinn seið í Fríkirkjunni á sunnudag ásamt Erraldo Berrnochi og Christopher Chaplin. En sá síðarnefndi er yngsti sonur Hollywood-stjörnunar ódauðlegu. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Pan Thorarensen sem er íklæddur húfu á myndinni hefur verið …
Pan Thorarensen sem er íklæddur húfu á myndinni hefur verið prímusmótorinn á bak við hátíðina frá upphafi. Hér sést hann á sviði í Fríkirkjunni með félögum sínum í Stereo Hypnosis. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Sóley Stefánsdóttir hélt kyngimagnaða tónleika í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöld.
Sóley Stefánsdóttir hélt kyngimagnaða tónleika í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöld. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Japanski raftónlistarmaðurinn Meitei hefur vakið athygli um allan heim fyrir …
Japanski raftónlistarmaðurinn Meitei hefur vakið athygli um allan heim fyrir tónlist sína sem þykir endurspegla japanska menningu með nýstárlegum hætti. Hér sést hann á sviði á Húrra. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
Áhorfendur á lokatónleikum hátíðarinnar í Fríkirkjunni á sunnudagskvöld.
Áhorfendur á lokatónleikum hátíðarinnar í Fríkirkjunni á sunnudagskvöld. Ljósmynd/Ómar Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir