Vel heppnuð tilraunastarfsemi

Kenýski tónlistarmaðurinn KMRU kom fram á Húrra á föstudag en …
Kenýski tónlistarmaðurinn KMRU kom fram á Húrra á föstudag en hann er rísandi stjarna í tilraunakenndri raftónlist þar sem vettvangsupptökum og spuna er blandað saman. Ljósmynd/Ómar Sverrisson

Extreme Chill hátíðin fór fram í þrett­ánda skipti í miðborg­inni um helg­ina. Tón­leik­ar og viðburðir fóru fram á fjöl­mörg­um stöðum þar sem inn­lend­ir og er­lend­ir tón­list­ar­menn komu fram. Hátíðin er í örum vexti og hef­ur með hverju ár­inu stækkað að um­fangi og metnaði. Hér má sjá ljós­mynd­ir Ómars Sverris­son­ar af hátíðinni.

Austurríkismaðurinn Fennesz hefur um áratugaskeið verið eitt helsta nafnið í …
Aust­ur­rík­is­maður­inn Fenn­esz hef­ur um ára­tuga­skeið verið eitt helsta nafnið í ambient-geir­an­um og hef­ur áður komið til lands­ins. Hann hélt vel heppnaða tón­leika á Húrra á laug­ar­dags­kvöldið. Ljós­mynd/Ó​mar Sverris­son
Þær eru ófáar snúrurnar sem þarf að tengja og takkarnir …
Þær eru ófá­ar snúr­urn­ar sem þarf að tengja og takk­arn­ir sem þarf að snúa eru marg­ir á hátíð á borð við Extreme Chill sem var hald­in í þrett­ánda sinn um helg­ina. Hér sjást St­ereo Hypnos­is fram­kalla sinn seið í Frí­kirkj­unni á sunnu­dag ásamt Err­aldo Berrnochi og Christoph­er Chaplin. En sá síðar­nefndi er yngsti son­ur Hollywood-stjörn­un­ar ódauðlegu. Ljós­mynd/Ó​mar Sverris­son
Pan Thorarensen sem er íklæddur húfu á myndinni hefur verið …
Pan Thor­ar­en­sen sem er íklædd­ur húfu á mynd­inni hef­ur verið prímu­smótor­inn á bak við hátíðina frá upp­hafi. Hér sést hann á sviði í Frí­kirkj­unni með fé­lög­um sín­um í St­ereo Hypnos­is. Ljós­mynd/Ó​mar Sverris­son
Sóley Stefánsdóttir hélt kyngimagnaða tónleika í Tjarnarbíói á fimmtudagskvöld.
Sól­ey Stef­áns­dótt­ir hélt kyngi­magnaða tón­leika í Tjarn­ar­bíói á fimmtu­dags­kvöld. Ljós­mynd/Ó​mar Sverris­son
Japanski raftónlistarmaðurinn Meitei hefur vakið athygli um allan heim fyrir …
Jap­anski raf­tón­list­armaður­inn Mei­tei hef­ur vakið at­hygli um all­an heim fyr­ir tónlist sína sem þykir end­ur­spegla jap­anska menn­ingu með ný­stár­leg­um hætti. Hér sést hann á sviði á Húrra. Ljós­mynd/Ó​mar Sverris­son
Áhorfendur á lokatónleikum hátíðarinnar í Fríkirkjunni á sunnudagskvöld.
Áhorf­end­ur á loka­tón­leik­um hátíðar­inn­ar í Frí­kirkj­unni á sunnu­dags­kvöld. Ljós­mynd/Ó​mar Sverris­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálfum að furðu sætir. Njóttu þess að vera með vinum þínum og kunningjum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver