Hákon, krónprins Noregs, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gengu að gosstöðvunum við Fagradalsfjall eftir hádegið í dag. Guðni, sem kom frá frá Portúgal í nótt, tók á móti krónprinsinum í Leifsstöð í dag.
Saman gengu þeir, ásamt fríðu föruneyti, að gosstöðvunum. Með í för var Kristín Jónsdóttir eldfjallafræðingur og fræddi hún hópinn um eldvirkni á Reykjanesskaga.
Í kvöld bjóða forsetahjónin svo krónprinsinum til kvöldverðar að Bessastöðum. Hákon er staddur hér á landi til að taka þátt í Hringborði norðurslóða sem hefst í Hörpu á morgun, fimmtudag.