Hætt við viðtal vegna hatursfullra ummæla West

Kanye West.
Kanye West. AFP

Hætt hef­ur verið við birt­ingu fyr­ir­hugaðs viðtal við banda­ríska fjöll­ista­mann­inn Kanye West í þátt­un­um The Shop: Un­in­terrupted eft­ir að hann notaði hat­urs­full um­mæli í viðtali á Fox News. 

Um­mæli West voru klippt út úr viðtal­inu en þeim var lekið á netið áður en viðtalið fór í loftið. Í þess­um brot­um vís­ar West í rasísk­ar sam­særis­kenn­ing­ar. Hvorki West né Fox News hafa tjáð sig nokkuð um þessi um­mæli síðan þeim var lekið á netið. 

Fyr­ir nokkr­um dög­um var lokað á West á bæði In­sta­gram og Twitter, þar sem hann hafði uppi and­gyðing­leg um­mæli. Orðin skrifaði hann eft­ir að hann varð harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir fram­gengi sitt á tísku­vik­unni í Par­ís þar sem hann klædd­ist bol með áletr­un­inni Hvít líf skipta máli (e. White li­ves matter). 

Þau orð hafa verið skil­greind af mann­rétt­inda­sam­tök­un­um Anti-Defamati­on League (ADL) sem hat­ursorðræða.

Í brot­un­um sem klippt voru út úr viðtal­inu á Fox News ræddi West um þá sam­særis­kenn­ingu að sam­tök­in Plann­ed Par­ent­hood hafi verið stofnuð til þess að hafa stjórn á fjölg­un gyðinga í sam­starfi við Ku Klux Klan. 

Talaði hann um að hvít­ir gyðing­ar væru að reyna að stela erfðarétti svartra sem eru sam­kvæmt sam­særis­kenn­ing­unni af „hinum raun­veru­lega gyðinga ætt­stofni“. West kvartaði einnig yfir því að börn hans væru í skóla þar sem menn­ing svartra er höfð í há­veg­um og þeim kennt um Kw­anzaa, hátíð af afr­ísk­um upp­runa. Hann vildi held­ur að börn­um hans væri kennt um ljósa­hátíð gyðinga (e. Hanukkah).

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant