Karl krýndur í maí

Karl III. Bretakonungur verður krýndur hinn 6. maí á næsta …
Karl III. Bretakonungur verður krýndur hinn 6. maí á næsta ári. AFP

Karl III. Breta­kon­ung­ur verður krýnd­ur laug­ar­dag­inn 6. maí á næsta ári. Krýn­ing­ar­at­höfn­in mun fara fram í West­minster Abbey en höll­in sendi frá sér til­kynn­ingu í gær. 

Kamilla mun einnig verða krýnd drottn­ing í sömu at­höfn. Karl tók við völd­um í Bretlandi hinn 8. sept­em­ber síðastliðinn þegar móðir hans, Elísa­bet II. Breta­drottn­ing féll frá eft­ir 70 ár á valda­stóli. 

Krýn­ing­ar­at­höfn­in verður sú fyrsta í Bretlandi í 70 ár en móðir hans var krýnd 2. júní árið 1953. Henn­ar at­höfn var einnig hald­in á laug­ar­degi, en var það í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi var krýnd­ur á laug­ar­degi síðan Ját­v­arður VII. var krýnd­ur árið 1902. 

Óljóst er hvort Bret­ar muni græða einn al­menn­an frí­dag fyrst at­höfn­in fer fram á laug­ar­degi, en 1. maí er í vik­unni áður og er það al­menn­ur frí­dag­ur þar í landi sem og víðar. 

Höll­in hef­ur gefið til kynna að nú­tíma­legri brag­ur verði yfir at­höfn­inni þó líka verði haldið í hefðirn­ar. 

Karl verður elsti þjóðhöfðingi Bret­lands til að verða krýnd­ur, en hann verður orðinn 74 ára.

Kamilla verður krýnd drottning í sömu athöfn.
Kamilla verður krýnd drottn­ing í sömu at­höfn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það hefur lítið upp á sig að bíða þess að aðrir hlaupi undir bagga með þér. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á lausnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Það hefur lítið upp á sig að bíða þess að aðrir hlaupi undir bagga með þér. Ef þú slakar aðeins á eru miklu meiri líkur á að þú dettir niður á lausnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Col­leen Hoo­ver
3
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
4
Sofie Sar­en­brant
5
Tove Al­ster­dal