Lýsir hryllilegu kynferðisofbeldi í heimavistarskóla

Paris Hilton hefur opnað sig um kynferðislegt ofbeldi sem hún …
Paris Hilton hefur opnað sig um kynferðislegt ofbeldi sem hún varð fyrir í heimavistarskóla í Utah. AFP

Hót­elerf­ing­inn og tískumó­gúll­inn Par­is Hilt­on seg­ist hafa verið beitt kyn­ferðis­legu of­beldi í Provo Canyon heima­vist­ar­skól­an­um í Utah í Banda­ríkj­un­um. Í sam­tali við New York Times lýs­ir hún því hvernig starfs­menn skól­ans héldu henni niðri og fram­kvæmdu leg­háls­próf á henni og öðrum kven­kyns nem­end­um. 

Þegar Hilt­on var 16 ára göm­ul sendu for­eldr­ar henn­ar hana í heima­vist­ar­skóla vegna upp­reisna­legr­ar hegðunar henn­ar. Hún var þar í 11 mánuði áður en hún fór aft­ur heim.

„Mjög seint á kvöld­in fóru þeir með mig og stelp­urn­ar í her­bergi“

Skól­inn hef­ur verið um­deild­ur og í heim­ild­ar­mynd Hilt­on sem hún gaf úr árið 2020 sagði hún frá átak­an­legri reynslu sinni og áföll­um í heima­vist­ar­skól­an­um. Nú hef­ur hún opnað sig um meint kyn­ferðis­legt of­beldi starfs­manna skól­ans. 

„Mjög seint á kvöld­in, þetta var í kring­um þrjú eða fjög­ur á nót­unni, fóru þeir með mig og aðra stelp­ur inn í her­bergi þar sem þeir fram­kvæmdu lækn­is­skoðun,“ sagði Par­is og bætti við að þetta hefðu ekki verið lækn­ar held­ur „mis­mun­andi starfs­menn sem vildu láta okk­ur leggj­ast á borðið og setja fing­urna inn í okk­ur.“

„Ég grét á meðan þeir héldu mér niðri“

„Ég veit ekki hvað þeir voru að gera, en þetta voru klár­lega ekki lækn­ar. Þetta var skelfi­legt og eitt­hvað sem ég hafði í raun lokað fyr­ir í mörg ár,“ hélt hún áfram með titrandi rödd. „Núna þegar ég lýt til baka sem full­orðin mann­eskja þá var þetta klár­lega kyn­ferðis­legt of­beldi.“

„Ég grét á meðan þeir héldu mér niðri og sagði: „Nei“, en þeir sögðu mér bara að þegja, hafa hljóð og hætta að berj­ast,“ sagði Hilt­on.

Í heim­ild­ar­mynd­inni sagði Hilt­on frá dag­leg­um kvíðaköst­um sín­um, enda hafi mik­il mis­notk­un átti sér stað í skól­an­um. Hún sagði nem­end­ur hafa verið neydd­ir til að taka lyf, haldið niðri með kröft­um og stund­um sett­ir í ein­angr­un í allt að 20 klukku­stund­ir á dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú munt sennilega gera góð kaup ef þú fylgir innsæi þínu í dag. Leggðu hausinn í bleyti, því lausnin er ekki eins langt undan og virðist við fyrstu sýn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú munt sennilega gera góð kaup ef þú fylgir innsæi þínu í dag. Leggðu hausinn í bleyti, því lausnin er ekki eins langt undan og virðist við fyrstu sýn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver