Robbie Coltrane látinn

Robbie Coltrane er látinn, 72 ára að aldri.
Robbie Coltrane er látinn, 72 ára að aldri. AFP/Ilya S. Savenok

Leikarinn Robbie Coltrane er látinn, 72 ára að aldri. Umboðsmaður Coltrane greindi frá þessu í yfirlýsingu síðdegis.

Coltrane fæddist í Skotlandi og er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Harry Potter-myndunum. Hann lék sömuleiðis í kvikmyndum á borð við Ocean’s Twelve og tveimur Bond-myndum; GoldenEye og The World Is Not Enough svo stiklað sé á stóru. 

„Hans verður líklega helst minnst um ókomna áratugi sem Hagrid í Harry Potter-myndunum, hlutverk sem gladdi bæði börn og fullorðna um heim allan og kallaði á straum aðdáendabréfa í viku hverri í yfir 20 ár,“ sagði í yfirlýsingu umboðsmannsins, Belindu Wright. 

Umboðsmaðurinn gat þess ekki hvert banamein Coltrane var en sagði að fjölskylda hans væri þakklát starfsfólki á Forth Valley Royal spítalanum fyrir umönnun hans. Coltrane lætur eftir sig tvö börn sem hann átti með fyrrum eiginkonu sinni.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup