Knattspyrnumaðurinn Francesco Totti stendur nú í skilnaði við eiginkonu sína til 17 ára, Ilary Blasi. Þau tilkynntu um skilnaðinn í júlí, en samkvæmt heimildum Daily Mail virðist skilnaðurinn stefna í að verða ansi ljótur.
Totti eyddi þremur áratugum hjá ítalska knattspyrnufélaginu Roma, fyrst sem leikmaður og svo sem stjórnarmaður. Hann hætti störfum hjá félaginu sumarið 2019, en hann var sagður vera ósáttur við eignarhald félagsins.
Totti og Blasi giftu sig árið 2005 við glæsilega athöfn sem sýnd var í ríkissjónvarpinu. Þau eiga saman þrjú börn á aldrinum 6 til 16 ára.
Á dögunum opnaði Totti sig í fyrsta sinn um skilnaðinn, en Blasi hefur ekki enn tjáð sig. Þó hjónaband þeirra hafi litið út fyrir að vera fullkomið í fjarska segir Totti það hafa verið fjarri raunveruleikanum. Hann segir eiginkonu sína ekki hafa verið til staðar á erfiðum tímum og nefnir tímabilið eftir að hann sagði skilið við knattspyrnuferilinn og þegar faðir hans lést.
Totti og Blasi eru bæði sögð hafa haldið framhjá, en nú virðast deilurnar þó aðallega snúast um meintað þjófnað á merkjavörum þar sem Roma er sagður halda merkjavörum Blasi, þá aðallega töskum og skóm, í „gíslingu“ og sakar hana um að hafa hlaupið á brott með Rolex úr hans.