Vilja lyfta fólki upp á bókstaflegan hátt

Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju
Guðmundur Karl Brynjarsson, sóknarprestur í Lindakirkju Ljósmynd/Aðsend

„Lyftum okkur upp!“ er yfirskrift söfnunar í Lindakirkju fyrir lyftu upp í kirkjuturn kirkjunnar. Orðin eiga einkar vel við en til þess að eiga kost á því að lyfta öllum upp er meðal annars boðið upp á hádegistónleika á fimmtudaginn í næstu viku þar sem lög á borð við Higher and Higher og You Raise Me Up verða sungin af fremsta tónlistarfólki landsins. 

„Úr turninum er stórkostlegt útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið, sem allt of fá hafa fengið að njóta hingað til en breyting yrði á með tilkomu lyftunnar. Síðastliðið vor var einnig sköpuð frábær aðstaða fyrir barna- og unglingastarfið í kjallara kirkjunnar sem lyftan mun tryggja öllum aðgang að,“ segir Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju. Haust er 20 ár síðan að safnaðarstarf í Lindakirkju hófst. 

Lindakirkja.
Lindakirkja. Ljósmynd/Guðmundur Karl Brynjarsson

Hvernig datt ykkur þessi skemmtilegi frasi í hug?

„Frasinn Lyftum okkur upp! lá bara beint við. Lögin Higher and higher, Love lift us up, Top of the world, You Raise Me Up til dæmis urðu fyrir valinu til að taka þemað lengra. Upp, upp mín sál verður þó ekki sungið en Lindakirkja stendur við götuna Uppsali,“ segir Guðmundur.  

Hann segir einvalalið tónlistarmanna koma fram á hádegistónleikunum á fimmtudaginn þann 20. október í næstu viku milli 12 og 13. „Gissur Páll Gissurarson,  Regína Ósk Óskarsdóttir, Páll RósinkranZ, Sigríður Guðnadóttir, Þór Breiðfjörð, Diljá Pétursdóttir og síðast en ekki síst tónlistarstjóri Lindakirkju Óskar Einarsson. Allir listamennirnir gefa vinnu sína og hver einasta króna fer í söfnunina,“ segir Guðmundur.

Hægt er að kaupa miða hér.
Regína Ósk kemur fram á hádegistónleikunum í Lindakirkju.
Regína Ósk kemur fram á hádegistónleikunum í Lindakirkju.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka