Erjunum milli nafnanna Dave Mustaine og David Ellefson ætlar seint að linna en sá síðarnefndi var rekinn úr málmbandinu Megadeth í fyrra eftir að hann varð ber að dónaskap á spjallrás á netinu.
Á dögunum minnti Mustaine á, enn og aftur, í viðtali við málmgagnið LifeMinute að hann hefði stofnað bandið einn og óstuddur.
„Ég var einn í upphafi. Þetta var mín ástríða. Eftir að ég var rekinn úr Metallica var enginn með mér í langferðabifreiðinni á leiðinni heim,“ segir Mustaine sem rekinn var fjarri heimahögum.