Þau sögðu ekki ó, neeeiii

Sosie Bacon hefur átt gott ár, fram að þessu.
Sosie Bacon hefur átt gott ár, fram að þessu. AFP/Amy Sussman

Komi leikkonan Sosie Bacon ykkur kunnuglega fyrir sjónir þá er það hreint ekkert undarlegt. Þið hafið séð margar kvikmyndir með foreldrum hennar, Kevin Bacon og Kyru Sedgwick. Þessa dagana má einmitt sjá hana í öllum betri kvikmyndahúsum landsins, í sálfræðihrollvekjunni Smile. 

Sosie Ruth Bacon fæddist árið 1992 og hermt er að foreldrum hennar hafi verið í mun að hún tæki ekki upp þeirra iðju. Í því ljósi sætir tíðindum að Kevin hafi valið hana 13 ára gamla í hlutverk í myndinni Loverboy sem hann leikstýrði. Á þeim tíma var haft eftir honum að hann hefði valið dóttur sína á faglegum forsendum sem leikstjóri en ekki faðir enda hefði hún verið fullkomin í hlutverkið. Sosie lék aðalpersónuna Emily á yngri árum en móðir hennar lék hana fullorðna. Þá var bróðir Sosie, Travis Bacon, í litlu hlutverki í myndinni. Skemmtilegt svona fjölskyldugigg. Þar með átti þeim ferli stúlkunnar að vera lokið. „Sosie var sultuslök,” sagði faðir hennar. „Losaði þetta eiginlega bara út úr kerfinu. Sagði: Ó, þetta var gaman, nú fer ég aftur í skólann.”

Pabbi og mamma, Kevin Bacon og Kyra Sedgwick.
Pabbi og mamma, Kevin Bacon og Kyra Sedgwick. Reuters/Vincent Kessler


Það fór á annan veg. James Duff, höfundur sjónvarpsmyndaflokksins The Closer, sem Sedgwick var í brennidepli í, suðaði árum saman í móðurinni að fá að skrifa lítið hlutverk fyrir stúlkuna og á endanum lét hún undan. Þar birtist Sosie í fjórum þáttum árið 2009. 

Sjálf segir Sosie í nýlegu viðtali við tímaritið Bazaar að foreldrar hennar hafi hvorki hvatt sig né latt í þessum efnum í æsku enda hafi þau séð allt í þessum bransa, bæði það jákvæða og neikvæða. En þegar ákvörðunin lá fyrir hafi þau staðið þétt við bakið á henni. „Þau sögðu ekki ó, neeeiii,“ segir hún í viðtalinu. Þar kemur einnig fram að hún sé dreymin að upplagi og láti sig gjarnan berast með vindinum. 

Nánar er fjallað um Sosie og Baconfólkið allt í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það reynir á andlega hæfni þína - á skemmtilegan hátt. Mundu því að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Anna Sundbeck Klav
5
Patricia Gibney
Loka