Aðdáendur með sterkar skoðanir á aldursbilinu

Billie Eilish og Jesse Rutherford sáust saman í síðustu viku, …
Billie Eilish og Jesse Rutherford sáust saman í síðustu viku, en netverjar virðast misánægðir með það og hafa sterkar skoðanir á ástarlífi söngkonunnar. Samsett mynd

Tónlistarkonan Billie Eilish hefur haldið ástarlífi sínu fjarri sviðsljósinu hingað til, en nýlega er hún sögð hafa sést með Jesse Rutherford, söngvara hljómsveitarinnar The Neighborhood. Netverjar virðast hafa sterkar skoðanir á ástarlífi Eilish og eru óhræddir við að segja sína skoðun. 

Á föstudaginn birti aðdáandi tónlistarkonunnar myndskeið á TikTok þar sem Eilish og Rurtherford sáust saman á hrekkjavökukvöldi í Universal Studios, Los Angeles. Í myndskeiðinu sést Eilish teygja sig eftir hönd Rutherford, en þau yfirgefa garðinn hönd í hönd. 

Aftur saman tveimur dögum síðar

Tveimur dögum síðar birtist mynd af Eilish og Rutherford á Twitter þar sem þau sitja og snæða kvöldverð á veitingahúsi, en þar eru þau klædd öðrum fötum en í myndskeiðinu á TikTok sem gefur til kynna að myndin sé ekki tekin á sama degi og þau sáust saman á hrekkjavökukvöldinu. 

Fulltrúar Eilish og Rutherford hafa ekki tjáð sig um myndirnar og því er ekki vitað hvort um rómantík eða vinskap sé að ræða. 

Hafa sterkar skoðanir á aldursbilinu

Netverjar virðast misánægðir með mögulegt samband Eilish og Rutherford, en margir vilja meina að tíu ára aldursbil Eilish og Rutherford sé óviðeigandi fyrir þær sakir að Eilish er aðeins tvítug. 

„Já, þau eru fullorðin, en 20 ára og 31 árs er ekki nærri því á sama þroskabilinu,“ skrifaði einn Twitter-notandi. „Ég elska Jesse, en mér finnst það ekki rétt að hún hafi ekki einu sinni aldur til að drekka löglega á meðan hann er 31 árs, nei nei nei,“ skrifaði annar notandi við TikTok myndskeiðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar