Fagnaði 63 árum með hundum Elísabetar

Sara Ferguson, hertogaynja af York með einum af corgi-hundum Elísabetar …
Sara Ferguson, hertogaynja af York með einum af corgi-hundum Elísabetar Bretadrottningar. Skjáskot/Instagram

Corgi-hundar Elísabetar Bretadrottningar virðast alsælir ef marka má myndir sem Sara Ferguson, hertogaynja af York birti á dögunum. Hundarnir búa nú með Söru og fyrrverandi eiginmanni hennar, Andrési Bretaprins. 

Sara fagnaði 63 ára afmæli sínu á dögunum og birti í tilefni þess skemmtilegar myndir af sér með corgi-hundunum Muick og Sandy. „Gjafirnar sem halda áfram að gefa,“ skrifaði Sara við myndina.

Í góðu sambandi eftir skilnaðinn

Sara og Andrés voru gift í tíu ár, eða frá árinu 1986 til 1996. Þrátt fyrir skilnaðinn hafa þau haldið góðu sambandi og jafnvel búið saman, en þau eru sögð hafa orðið sérstaklega náin drottningunni síðustu árin. 

Elísabet var mikill dýravinur og átti yfir 30 corgi-hunda á lífsleiðinni. Þegar hún lést í september lét hún eftir sig fjölda hesta og fjóra hunda, þar af corgi-hundana tvo sem hún fékk að gjöf frá Andrési. 

Það kom fáum á óvart þegar tilkynnt var að Andrés myndi taka við hundunum. Muick fékk Elísabet að gjöf þegar Filippus prins lá á spítala stuttu fyrir andlát sitt og Sandy fékk hún að gjöf þegar hún fagnaði 95 ára afmæli sínu. Sagt er að hundarnir tveir hafi báðir verið viðstaddir þegar drottningin lést, en þeir tóku einnig þátt í jarðaför hennar hinn 19. september síðastliðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir