Föðmuðust eftir Bieber dramað

Ljósmynd af Selenu Gomez og Hailey Bieber í faðmlögum á …
Ljósmynd af Selenu Gomez og Hailey Bieber í faðmlögum á galahátíð um helgina hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Söngkonan Selena Gomez og fyrirsætan Hailey Bieber féllu í faðmlög á galahátíð í Bandaríkjunum í gær eftir sögusagnir um áralangt drama. Selena var áður með eiginmanni Hailey, tónlistarmanninum Justin Bieber, og snérist meint drama um að Hailey og Justin hafi byrjað að hittast á meðan hann var enn með Selenu. 

Nýlega kom Hailey fram í hlaðvarpinu Call Her Daddy þar sem hún opnaði sig í fyrsta sinn um sögusagnirnar, en þar sagði hún ekkert nema ást og virðingu vera á milli hennar og Selenu.

View this post on Instagram

A post shared by Ty (@tyrellhampton)

Aðdáendur Selenu og Justin margir

Selena og Justin eiga sér langa sögu, en þau voru par á árunum 2019 til 2018. Samband þeirra var þó nokkuð óstöðugt, en þrátt fyrir það voru aðdáendur parsins margir og áttu erfitt með að sætta sig við sambandsslitin. 

Hailey og Justin trúlofuðu sig aðeins nokkrum mánuðum eftir sambandsslit Selenu og Justins, en það vakti nokkra reiði meðal aðdáenda fyrrum parsins sem hafa gert í því að níðast á Hailey og Justin í gegnum samband þeirra, bæði á samfélagsmiðlum og viðburðum. 

Segist ekki hafa „stolið“ Justin af Selenu

Í hlaðvarpinu staðfesti Hailey að hún hefði talað við Selenu áður en hún giftist Justin í september 2018 og ítrekaði enn og aftur að engin dramatík væri á milli þeirra. Í viðtalinu lagði hún einnig áherslu á að hún hafi ekki „stolið“ Justin frá Selenu eins og margir aðdáendur héldu fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka