Tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir varð fyrir því tjóni um helgina að öllum hennar hljóðfærum, effectum og tösku var stolið. Steinunn, sem þeytir skífum undir listamannsnafninu dj. flugvél og geimskip, auglýsti eftir hljóðfærunum á Facebook.
„Hæbbs, öllum hljóðfærunum mínum, effectum og flightcase var stolið, endilega látið mig vita ef þið verðið þess vör. Af sama stað var stolið myndvarpa, míkrafónum og gítareffectum, laserum og diskóljósum – svo ekki sé nú minnst á Bourbon viskíi,“ skrifar Steinunn og lofar rosalegum fundarlaunum og segir að þjófurinn fari glaður heim.