West hyggst kaupa samfélagsmiðil

Kanye West.
Kanye West. AFP

Fjöllistamaðurinn Kanye West hefur fallist á að kaupa samfélagsmiðilinn Parler. Um er að ræða miðil sem er einkum vinsæll meðal hægri-sinnaðra Bandaríkjamanna. 

„Í heimi þar sem íhaldssamar skoðanir eru umdeildar, verðum við að tryggja að við höldum rétti okkar til að frjálsrar tjáningar,“ er haft eftir rapparanum í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Upp á síðkastið hefur West lent í útistöðum við stjórnendur samfélagsmiðlanna Twitter og Instagram, eftir að birta þar efni sem inniheldur níð og hatursorðræðu um gyðinga. Var lagt bann á hann vegna þessa, þar sem efnið brýtur í bága við reglur miðlanna. 

Parler er samfélagsmiðill sem gefur sig út fyrir að vera leiðandi afl í baráttunni gegn valdamiklum tæknirisum, ríkisvaldi, ritskoðun og slaufunarmenningu (e. cancel culture). 

Í september lýsti fyrirtækið því yfir að áhersla yrði lögð á notendur, sem hefði verið úthýst af öðrum samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri Parlor telur West ætla sér að breyta heiminum og breyta því hvernig samfélagið lítur á málfrelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar