West hyggst kaupa samfélagsmiðil

Kanye West.
Kanye West. AFP

Fjöllistamaðurinn Kanye West hefur fallist á að kaupa samfélagsmiðilinn Parler. Um er að ræða miðil sem er einkum vinsæll meðal hægri-sinnaðra Bandaríkjamanna. 

„Í heimi þar sem íhaldssamar skoðanir eru umdeildar, verðum við að tryggja að við höldum rétti okkar til að frjálsrar tjáningar,“ er haft eftir rapparanum í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

Upp á síðkastið hefur West lent í útistöðum við stjórnendur samfélagsmiðlanna Twitter og Instagram, eftir að birta þar efni sem inniheldur níð og hatursorðræðu um gyðinga. Var lagt bann á hann vegna þessa, þar sem efnið brýtur í bága við reglur miðlanna. 

Parler er samfélagsmiðill sem gefur sig út fyrir að vera leiðandi afl í baráttunni gegn valdamiklum tæknirisum, ríkisvaldi, ritskoðun og slaufunarmenningu (e. cancel culture). 

Í september lýsti fyrirtækið því yfir að áhersla yrði lögð á notendur, sem hefði verið úthýst af öðrum samfélagsmiðlum. Framkvæmdastjóri Parlor telur West ætla sér að breyta heiminum og breyta því hvernig samfélagið lítur á málfrelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur verið hrókur alls fagnaðar að undanförnu og ættir að gefa sjálfum þér frí frá félagslífinu. Gefðu þér tíma til að slaka á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Ragnheiður Gestsdóttir
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup